Draga úr lánaframboði
Íslandsbanki ætlar aðeins að veita óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki tilkynnti í dag um að bankinn myndi um tíma aðeins veita óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum, í kjölfar Vaxtadómsins svokallaða í Hæstarétti. Þar með hafa tveir af viðskiptabönkunum þremur breytt lánaframboði sínu í kjölfar dómsins, en Landsbankinn dró verulega úr framboði verðtryggða íbúðalána á dögunum.