Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Ísland mætir Ísrael aftur á Ásvöllum í kvöld, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta. Vinni Ísland kemst liðið á sitt þriðja stórmót í röð og eru stelpurnar okkar með tólf marka forskot eftir fyrri leikinn. Handbolti 10.4.2025 18:47
Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Magdeburg vann ellefu marka sigur á Erlangen í þýsku handboltadeildinni í kvöld í einum af fjölmörgum leikjum sem Magdeburg átti inni í þýsku deildinni. Handbolti 10.4.2025 18:34
Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Það er óhætt að fullyrða það að úrslitin séu ráðin í einvígi Svíþjóðar og Kósóvó í umspili um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Handbolti 10.4.2025 18:32
Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti 9.4.2025 23:02
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti 9.4.2025 18:47
Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Íslensku þjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Arnór Atlason fögnuðu báðir góðum sigrum í danska handboltanum í kvöld. Handbolti 9. apríl 2025 18:11
Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Íslendingaliðið Kolstad byrjar vel í úrslitakeppninni um norska meistaratitilinn í handbolta. Handbolti 9. apríl 2025 17:33
Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. Handbolti 9. apríl 2025 10:30
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9. apríl 2025 08:00
Afturelding mætir Val í undanúrslitum Afturelding sendi ÍBV í sumarfrí með því að vinna annan leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Vestmannaeyjum 25-27 og Afturelding komið í undanúrslit. Sömu sögu er að segja úr Garðabæ þar sem Valur vann Stjörnuna í framlengdum leik og sópaði Garðbæingum þar með í sumarfrí. Handbolti 8. apríl 2025 21:34
Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl Óðinn Þór Ríkharðsson var að venju markahæstur þegar Kadetten hóf úrslitakeppni efstu deildar karla í handbolta með glæstum sigri á Wacker Thun, lokatölur 34-23. Handbolti 8. apríl 2025 19:50
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8. apríl 2025 16:13
Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8. apríl 2025 14:36
„Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8. apríl 2025 13:47
Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir Handbolti 8. apríl 2025 10:00
Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Handbolti 8. apríl 2025 08:00
„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 7. apríl 2025 22:15
Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Íslandsmeistarar FH eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur á HK í kvöld. Lokatölur 21-25 í Kópavogi. Handbolti 7. apríl 2025 20:12
Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Fram marði Hauka með þremur mörkum á Ásvöllum í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn endaði 28-25 og er þetta annar sigur Fram í einvígi liðanna og þar af leiðandi er liðið komið í undanúrslit. Handbolti 7. apríl 2025 18:47
Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ófrísk af sínu öðru barni. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag, mánudag. Handbolti 7. apríl 2025 18:29
Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7. apríl 2025 12:31
„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6. apríl 2025 21:00
„Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6. apríl 2025 19:53
Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu. Handbolti 6. apríl 2025 17:19
Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Andri Már Rúnarsson átti stórleik fyrir lið Leipzig sem mætti Magdeburg í þýska handboltanum í dag. Lærisveinum Heiðmars Felixsonar mistókst að koma sér á topp deildarinnar. Handbolti 6. apríl 2025 16:09
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. Handbolti 6. apríl 2025 09:32
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti