Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Valur og Grindavík eigast við í þriðja leik sínum í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Körfubolti 10.4.2025 18:48
Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Tindastóll getur sent Keflavík í sumarfrí í kvöld með sigri í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 10.4.2025 18:15
Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í kjölfar þess að Finninn Pekka Salminen var á dögunum ráðinn nýr þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, til næstu fjögurra ára, hafa þrír öflugir Íslendingar verið ráðnir til að aðstoða hann. Körfubolti 10.4.2025 17:01
Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60. Körfubolti 9. apríl 2025 20:15
Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið en það stöðvaði ekki forráðamenn Denver Nuggets í að reka Michael Malone, þjálfara liðsins. Körfubolti 8. apríl 2025 23:16
„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. Körfubolti 8. apríl 2025 22:00
„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslandsmeistarar Keflavíkur afgreiddu nýliða Tindastóls nokkuð snyrtilega 3-0 í einvígi þeirra í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Keflavík hafði mikla yfirburði í leik liðanna í kvöld þar sem lokatölur urðu 88-58. Körfubolti 8. apríl 2025 21:29
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73. Körfubolti 8. apríl 2025 18:45
Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta með öruggm sigri á Tindastól. Rimman var aldrei spennandi og mættu Keflvíkingar með sópinn til leiks í kvöld. Körfubolti 8. apríl 2025 18:16
Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár Úrslitaleikur bandaríska háskólaboltans var gríðarlega spennandi en úrslitin réðust undir blálokin. Flórída hafði þá betur gegn Houston, 65-63. Körfubolti 8. apríl 2025 16:48
„Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Haukur Helgi Pálsson leiddi sitt lið til sigurs gegn Njarðvík í leik tvö í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í gærkvöldi þegar liðið vann 107-96 í Kaldalónshöllinni í gærkvöldi. Körfubolti 8. apríl 2025 12:32
„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 22:33
„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 22:15
„Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ Justin James var stigahæsti maður vallarins er Álftanes vann ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 21:42
„Erfitt að spila við þessar aðstæður“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var himinlifandi með að fara með sigur af hólmi frá erfiðum útivelli í Skógarselinu í Breiðholti í kvöld en lið hans bar sigurorð af ÍR í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Stjarnan er þar með komin í 2-0 en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að fara í undanúrslitin. Körfubolti 7. apríl 2025 21:38
„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var allt annað en sáttur við dómaratríóið sem sá um dómgælsuna þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigur Stjörnunnuar þýðir að liðið er komið í kjörstöðu með 2-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 7. apríl 2025 21:24
Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum. Körfubolti 7. apríl 2025 20:58
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Stjarnan er komin í 2-0 í einvígi sínu við ÍR í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta eftir 82-90 sigur sinn í öðrum leiknum í rimmu liðanna í Skógarseli í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2025 20:46
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Álftanes vann virkilega sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 107-96. Álftanes leiðir því einvígið 2-0. Körfubolti 7. apríl 2025 18:47
Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Connecticut sigraði Suður Karólínu, 82-59, í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans í kvennaflokki. Ekkert háskólakörfuboltalið hefur nú unnið fleiri meistaratitla en Sleðahundarnir. Körfubolti 7. apríl 2025 17:46
Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Strákarnir í Lögmáli leiksins veltu vöngum yfir því hvaða leikmaður sé líklegastur til að verða valinn MVP í NBA-deildinni í vetur. Körfubolti 7. apríl 2025 16:30
Lakers vann toppliðið í vestrinu Luka Doncic skoraði þrjátíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Oklahoma City Thunder, 99-126, í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Körfubolti 7. apríl 2025 11:31
„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Körfubolti 6. apríl 2025 22:42
„Orkustigið var skrítið út af okkur“ Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn. Körfubolti 6. apríl 2025 22:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti