Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta var gott próf fyrir okkur“

Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn.

Sport
Fréttamynd

„Urðum okkur sjálfum til skammar“

Kevin Durant var ekkert að draga úr sárum vonbrigðum sínum með frammistöðu Phoenix Suns í tapi á móti Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Suns var lengi inn í leiknum en tapaði að lokum með átján stigum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“

„Búinn að vera svolítið eins og draugur á tímabilinu. Ekki búinn að eiga marga mjög góða leiki og halda sig til hlés,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um frammistöðu Þorvalds Orra Árnasonar, leikmanns KR. Sá vaknaði lok í sigri á Hetti.

Körfubolti
Fréttamynd

Kári: Bara negla þessu niður

Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Held á­fram nema ég verði rekinn“

Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld.  

Körfubolti