Atvinnulíf

Atvinnulíf

Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

And­lega upp­sögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“

„Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Hef ein­stak­lega gaman af þessari stans­lausu niður­lægingu“

Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að kúpla okkur frá vinnu um jólin

Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti

Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“

„Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur

„Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið.

Atvinnulíf