Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Katrín dustar rykið af visku sinni

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands býður áhugasömum að kynnast sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi. Hún heldur námskeið um helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og segist hlakka til að dusta rykið af visku sinni frá því áður en hún varð stjórnmálamaður.

Menning
Fréttamynd

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Lífið
Fréttamynd

Sindri grunaður um fjár­drátt

Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Lét sig dreyma um Euro­vision á Húsa­vík

„Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Orri Freyr er Orri ó­stöðvandi

Sögupersónan vinsæla, Orri óstöðvandi, er nefnd í höfuðið á Orra Frey Þorkelssyni, landsliðsmanni í handbolta. Bjarni Fritzson, höfundur bókanna um Orra óstöðvandi, ljóstraði þessu upp í Pallborðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin

Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag.

Lífið
Fréttamynd

155 milljónir til sviðslistaverkefna

Sviðslistasjóður styrkir verkefni í sviðslistum um 155 milljónir í ár. Sviðslistaráð úthlutar 98 milljónum til 12 atvinnusviðslistahópa og þeim fylgja 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks. 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna, og nemur stuðningur til sviðslista rúmlega 155 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Meintur stuldur á borð RÚV

Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist.

Lífið
Fréttamynd

Björk mætir á stóra skjáinn

„Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan.

Tónlist
Fréttamynd

Lit­ríkar um­búðir en lítið inni­hald

Ungfrú Ísland er verðlaunuð skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum og fjallar um baráttu rithöfundarins Heklu Gottskálksdóttur fyrir því að fá verk sín útgefin og hljóta viðurkenningu og virðingu meðal samferðarfólks síns. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Létu sig ekki vanta á frum­sýningu Ung­frú Ís­lands

Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ.

Menning
Fréttamynd

Risa endur­koma eftir ára­tug í dvala

Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action.

Lífið