Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Vökvagjöfin er ekki bara eitt­hvað sem ég trúi á“

„Ég þori eiginlega ekki að hugsa út í það hvernig lífið mitt á eftir að verða. Þegar ég fer að pæla í því þá er það svo kvíðavaldandi og stressandi, þannig að ég reyni eiginlega bara að hugsa ekkert um það,“ segir Ethel María Hjartardóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust dreng þann 9. september síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu

Danmörk ætlar að vera með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Hins vegar gera Danir þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðar beinlínis þátttöku Ísraels í keppninni. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. 

Lífið
Fréttamynd

Emilíana Torrini fann ástina

Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu naglatrendin fyrir haustið

Haustið og veturinn kalla á djúpa og hlýja liti, og það á ekki síður við í naglatískunni. Litir eins og rauðbrúnn og súkkulaðibrúnn eru sérstaklega vinsælir þessa dagana, ásamt klassískum nöglum skreyttum fíngerðum doppum, dýramynstri, french-tip eða glansandi krómáferð.

Lífið
Fréttamynd

Svona er mat­seðillinn á Litla-Hrauni

„Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí. 

Lífið
Fréttamynd

Klassískur ítalskur réttur sem allir elska

Hér á ferðinni er klassískur ítalskur pastadiskur sem ber heitið Pasta al Pomodoro, eða einfaldlega pasta með tómötum, toppað með búrrata osti. Ása Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olífa, segir réttinn bæði einfaldan og barnvænan.

Lífið
Fréttamynd

Alls­gáður í sjö ár: „Mæli með“

Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag.

Lífið
Fréttamynd

Skaut mink í eld­húsi í Garða­bæ

Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson byrjaði í faginu því hann vildi hefna sín á köngulónni sem beit hann í æsku. Hann er vinsæll meindýraeyðir og getur farið í allt að þrettán útköll á dag út af silfurskottum.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lands­meistari í kokteilagerð selur slotið

Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Kynlífsmyndband í Ás­mundar­sal

„Ég er svo glaður að vera kominn aftur til Reykjavíkur. Það er ótrúlega verðmætt að fá að vera með sýningu hérna heima,“ segir listamaðurinn Viðar Logi Kristinsson sem hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk undanfarin ár. Hann og kærastinn hans Miles Greenberg eru að opna sýninguna s*x tape.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig getur kona sem er komin í tíða­hvörf fundið neistann til að stunda kyn­líf aftur?

Spurning barst frá 55 ára konu: „Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Ég er að taka breytingaskeiðsþrennuna þ.e. Estrogel, testogel og utrogestan. En það er voða lítið að gerast hvað kynlífið varðar en mér var sagt af lækni að testogelið myndi boosta upp kynlöngunina hjá mér. En það hefur enn ekki gerst.“

Lífið
Fréttamynd

„Þú ert svo fal­leg“

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð bergnuminn af fegurð Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, þegar hann hitti fyrir bresku konungsfjölskylduna í morgun. Varalesari rýndi í varir forsetans.

Lífið
Fréttamynd

Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint

Hér er á ferðinni uppskrift að djúsí Caesar-vefju að hætti félaganna og matreiðslumannanna, Geirs Gunnars Geirssonar og Einars Sigurðar Eiríkssonar hjá Bara matur. Uppskriftin er innblásin af hinu klassíska Caesar-salati og hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Bullandi boltastemning á árs­há­tíð Sýnar

Það var mikið líf og fjör á árshátíð Sýnar sem fór fram á Hótel Nordica síðastliðið föstudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var enski boltinn og mættu starfsmenn ásamt gestum sínum í fjölbreyttum treyjum sem settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið