Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Próteinbollur að hætti Gumma kíró

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti.

Lífið
Fréttamynd

Skákborðsréttir nýjasta matartískan

Réttir skornir í skákborðsmynstur hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og má víða sjá myndir af litríku og fallega uppsettu hráefni sem líkist helst listaverki. Ef þú ert að leita að léttum rétti í sumarveisluna sem bragðast jafnvel enn betur en hann lítur út fyrir að gera gæti þessi nýjasta matartíska verið eitthvað fyrir þig.

Lífið
Fréttamynd

Sumarleg og saðsöm salöt

Þrátt fyrir að sólin sé ekki mikið fyrir það að láta sjá sig þessa dagana er sumar í lofti og gróðurinn sjaldan verið grænni. Þá er upplagt að bjóða í sumarlegt matarboð en heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir deilir hér girnilegum salat uppskriftum þar sem hollustan er í fyrirrúmi. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­barinn, með smjör­klípu eða tabasco sósu: Alls konar harð­fiskur fyrir úti­leguna

Farið er að síga á seinnihluta júnímánaðar og fer nú hver að verða síðastur hér á landi að fara í langþráð sumarfrí. Í hönd fara gönguferðir, útilegur, ættarmót og tjaldferðalög þar sem vinsælt er að hafa harðfiskbita um hönd. Harðfiskur fæst af ýmsum stærðum og gerðum, og hver hefur sína skoðun á því hvernig best er að neyta hans.

Matur
Fréttamynd

Verðlagssæti Ís­lands enn eitt árið komi ekki á ó­vart

Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða.

Neytendur
Fréttamynd

Eftir­rétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska

Einn vinsælasti kokteill allra tíma er hinn klassíski Espresso Martini. Hér er á ferðinni ómótstæðilegur eftirréttur sem fangar alla þá dásamlegu bragðblöndu sem Espresso Martini býður upp á. Botninn er úr mjúkri og ríkri brownieköku með léttri og silkimjúkri kaffimús með sterku kaffibragði og smá sætu.

Lífið
Fréttamynd

Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til

Allir þrír staðirnir hérlendis sem skartað hafa hinni eftirsóttu Michelin-stjörnu halda stjörnunni milli ára. Tvær breytingar eru þó frá síðastu Michelin-vegahandbók en Óx hlaut græna stjörnu ásamt þeirri hefðbundnu og Hosiló bætist á lista yfir veitingastaði sem dekkjaframleiðandinn mælir með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast fram­halds­líf

Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar

„Mitt helsta heilsuráð er að gefa sér rými til þess að vera eins mikið í náttúrunni og mögulegt er til þess að lágmarka streitu og auka lífsgleði,“ segir jógakennarinn og heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir sem stefnir á að eiga heilsteypt sumar. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Rúm ung­barna eigi að vera ljót og leiðin­leg

Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur, segir ung börn hvorki eiga að sofa úti í vagni né uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Herdís segir barnavagna ekki hannaða fyrir börn til að sofa í. Það séu gerðar kröfur til neytendavöru sem er ætluð kornabörnum því þau geta ekki bjargað sér sjálf úr aðstæðum á fyrsta aldursári. Herdís fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks

Baltasar var greindur með glútenóþol þegar hann var í leikskóla. Hann fékk ávallt mat við hæfi í leikskóla en allt frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu 2021 hefur það verið erfið vegferð fyrir hann og fjölskylduna að fá mat í skólanum sem hentar honum. Þegar Baltasar fær mat sem inniheldur glúten verður hann veikur.

Innlent
Fréttamynd

Brauðtertu- og ostakökukeppni á Sel­fossi

Brauðtertan „Skonsuterta með hangikjöti“ og ostakan„Sumarsæla“, ásamt frumlegustu kökunni, „Rabarbara- og engifer ostakaka“ voru sigur kökurnar í kökukeppni Kaffi Krúsar og Konungs Kaffis, sem fór fram á Selfossi um helgina. Þrettán ostakökur og átta brauðtertur tóku þátt í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Einar Bárðar­son tekur við um­deildu fé­lagi

Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli tæpur helmingur af orkuinntöku lands­manna

Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnufans í sumarselskap

Það var líf og fjör í sumarselskap veitingastaðarins Brút á dögunum. Margt var um manninn og hinar ýmsu stjörnur landsins kvöddu veturinn með stæl og buðu sumarið velkomið.

Lífið