Neytendur

Fréttamynd

Hvar er opið um páskana?

Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spotify liggur niðri

Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­sáttur við aukna gjald­töku við flug­völlinn fyrir leigu­bíl­stjóra

Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 

Neytendur
Fréttamynd

Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað.

Neytendur
Fréttamynd

Plasttappamálið flaug í gegnum þingið

Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjóla­verslunum

Neytendastofa hefur slegið á putta sjö verslana sem selja reiðhjól fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um vörur á íslenskri tungu í netverslunum sínum. Reiðhjólaverslunin Örninn á yfir höfði sér 25 þúsund króna dagsektir verði ekki gerðar úrbætur á heimasíðunni á næstu dögum.

Neytendur
Fréttamynd

Þrjú hundruð á bið­lista og hækkuð áskriftargjöld

Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. 

Neytendur
Fréttamynd

Indó ríður aftur á vaðið

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­skiljan­legt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfis­verslun

Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Meina verðlags­eftir­litsmönnum inn­göngu

Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar.

Neytendur
Fréttamynd

Verð enn lægst í Prís

Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís.

Neytendur
Fréttamynd

Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum

Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Neytendur
Fréttamynd

Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum.

Neytendur
Fréttamynd

Inn­kalla bauna­súpu rétt í tæka tíð

Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Rukkað því fólk hékk í rennunni

Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt.

Neytendur
Fréttamynd

Rukka í „rennuna“ á flug­vellinum

Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna.

Neytendur