Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum.

Neytendur
Fréttamynd

Inn­kalla bauna­súpu rétt í tæka tíð

Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Norskir komast í Víking gylltan

Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum.

Neytendur
Fréttamynd

E. coli í frönskum osti

Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna.

Neytendur
Fréttamynd

Morgun­blaðið skammað fyrir að birta ó­vart lítið merki

Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Neytendur
Fréttamynd

Stytta skammar­krókinn til muna

Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar.

Neytendur
Fréttamynd

Á­kvörðun tekin án sam­ráðs við nokkurn nema MS og Bænda­samtökin

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið

Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. 

Neytendur
Fréttamynd

Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur
Fréttamynd

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent