Fréttamynd

Græna gímaldið ljótast

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Ís­lands

Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka.

Lífið


Fréttamynd

Brigitte Bardot er látin

Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sér­þarfir

Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskur mágur Rex Heuermann efins um ó­dæði hans

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum.

Lífið
Fréttamynd

Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu

Anna Rakel Ólafsdóttir hélt vægast sagt veglega skötuveislu í Haag í Hollandi þar sem hún er búsett á Þorláksmessu. Hún hafði pantað sex hundruð grömm af skötu fyrir þá fáu fjölskyldumeðlimi sem bera sér skötu til munns en barst sex þúsund grömm.

Lífið
Fréttamynd

Óléttan upp­götvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans

Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll.

Menning
Fréttamynd

Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“

Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn.

Lífið
Fréttamynd

Frétta­menn gæða sér á skötu í gegnum árin

Þorláksmessa er skötudagurinn sjálfur og er vart hægt að fara um bæi og borg í leit að jólagjöfum án þess að fnykurinn fylli vitinn. Fréttamenn í gegnum tíðina hafa verið duglegir að gæða sér á skötu, með misdramatískum viðbrögðum.

Lífið