Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sam­þykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mót­mæli

Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Múhameð eykur for­skotið og enginn nefndur Keir

Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka tengsl þyngdar­stjórnunar­lyfja við bráða bris­bólgu

Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja.

Erlent
Fréttamynd

Gargaði á flokks­fé­laga sína

Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjór­tán sekúndur

Starfsmenn fyrirtækisins Gilmour Space Technologies gerðu í nótt tilraun til að skjóta fyrstu áströlsku geimflauginni á loft. Hún flaug þó í einungis fjórtán sekúndur og féll til jarðar en þrátt fyrir það segja forsvarsmenn Gilmour Space að tilraunaskotið hafi verið jákvætt.

Erlent
Fréttamynd

Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi

Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Pokrovsk riðar til falls

Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar.

Erlent
Fréttamynd

Araba­ríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og af­vopnun Hamas

Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

„Hann stal henni“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa.

Erlent
Fréttamynd

Gefa lítið fyrir afar­kosti Trumps

„Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Ætlaði í höfuð­stöðvar NFL

Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum.

Erlent
Fréttamynd

Í­huga að greiða sex­tíu milljarða til að frið­þægja Trump

Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur.

Erlent