Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur sett veitingastaðinn Þrastalund á sölu og stefnir á að hefja uppbyggingu annars staðar á Suðurlandi. Þá selur hann sex íbúða hús í Reykjanesbæ á sama tíma. Viðskipti innlent 30.10.2025 15:06
Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður er látinn, 74 ára að aldri. Bjarni, sem gekk undir nafninu Bjarni Snæðingur, var frumkvöðull á sviði veitingarekstrar og starfaði meðal annars á Naustinu, Aski, Fljótt og Gott á BSÍ þar sem hann bauð meðal annars upp á „kjamma og kók“, auk þess að hann var viðloðandi Kaffistofu Samhjálpar. Viðskipti innlent 30.10.2025 13:03
Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Serrano og LifeTrack hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á nýja hollustu á ferðinni. LifeTrack-teymið hefur hannað tvo nýja rétti fyrir matseðil Serrano sem sniðnir eru að mismunandi þörfum fólks. Lífið samstarf 29.10.2025 10:01
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11. október 2025 17:04
Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. Viðskipti innlent 10. október 2025 13:29
Ballið bráðum búið á Brewdog Brewdog Reykjavík verður lokað þann 25. október. Staðurinn hefur selt skoskan bjór á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin sjö ár. Viðskipti innlent 8. október 2025 12:55
Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. Viðskipti innlent 4. október 2025 14:01
Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Faxaflóahafnir hafa gert samning við eigendur Múlakaffis um að nýta samkomu- og veislusali í nýrri farþegamiðstöð sem rís nú á Skarfabakka við Viðeyjarsund á veturna. Það er þegar skemmtiferðaskip eru ekki að koma til landsins í eins miklum mæli og á sumrin. Viðskipti innlent 1. október 2025 14:50
Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Til stendur að opna Burger King-veitingastað á Grænlandi í lok mánaðar. Veitingastaðurinn verður fyrsti Burger King-staðurinn þar í landi en hann verður að finna í Sisimiut. Viðskipti erlent 1. október 2025 13:32
Snaps teygir anga sína út á Hlemm Veitingastaðurinn Snaps teygir nú anga sína á Hlemm Mathöll. Rekstrarstjóri staðarins vonast til að hægt verði að opna staðinn í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 30. september 2025 19:56
Loka Kristjánsbakaríi Stjórn Gæðabaksturs hefur ákveðið að hætta rekstri Kristjánsbakarís á Akureyri. Í skoðun er að nýr rekstraraðili taki við versluninni í Hafnarstræti en verslunin við Hrísalund mun heyra sögunni til. Kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri, sem tilkynnt voru í byrjun árs, eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Viðskipti innlent 29. september 2025 17:16
Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Það er svo margt dæmigert íslenskt í sögu Finnsson fjölskyldunnar; Ein með öllu samsetningin, flott AA feðgin, allir kunna að vinna rosa mikið. Allir samt búnir að læra að lífið er alls konar og ekkert undan því komist að svo sé. Atvinnulíf 28. september 2025 08:02
Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Parið Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hyggjast opna veitingastað á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar. Hjónin hafa verið með hugmyndina í maganum lengi en þurft að bíða eftir réttu staðsetningunni. Hvorki er um sportbar né skemmtistað að ræða heldur notalegan hverfisstað. Viðskipti innlent 24. september 2025 16:00
SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23. september 2025 20:46
SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23. september 2025 18:03
Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Veitingastaðurinn Sumac blæs til líbanskrar veislu föstudaginn og laugardaginn 26.-27. september en þá mæta tveir gestakokkar í hús, þær Joyce og Gab sem báðar eru frá Líbanon. Lífið samstarf 22. september 2025 09:02
Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Jóhann Páll Jóhannsson, loftslags-, orku- og umhverfisráðherra, hefur dregið til baka þátttöku sína á haustfundi SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, í ljósi áskorunar stéttarfélagsins Eflingar frá því í gær þar sem þau hvöttu ráðherrann til að mæta ekki. Viðskipti innlent 20. september 2025 14:13
Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Innlent 19. september 2025 14:08
Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. Innlent 19. september 2025 12:05
U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Eftir svarta skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sumar hafa forsvarsmenn skyndibitastaðarins Metro tekið veitingastaðinn í gegn. Í sumar var slæmum aðbúnaði og almennum óþrifnaði staðarins lýst en mánuði seinna kom staðurinn út úr eftirliti án athugasemda. Neytendur 19. september 2025 11:04
Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Innlent 17. september 2025 07:32
„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins. Neytendur 16. september 2025 22:32
Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum. Neytendur 12. september 2025 19:02
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12. september 2025 15:19