Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi „Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi. Tíska og hönnun 12.9.2025 10:02
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11.9.2025 15:14
Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Það var margt um manninn á forsýningu grínþáttaraðarinnar Brjáns í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Áhorfendur virtust afar hrifnir og ómuðu hlátrarsköll um salinn. Lífið 11.9.2025 13:02
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Menning 1. september 2025 16:30
Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri. Lífið 27. ágúst 2025 16:40
Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið. Lífið 26. ágúst 2025 17:01
Dansinn dunaði á Menningarnótt Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni. Lífið 26. ágúst 2025 10:02
Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Bikarmeistarar Vestra fengu konunglegar móttökur á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þegar þeir komu heim eftir frækinn sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Lífið 24. ágúst 2025 22:50
Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu. Lífið 23. ágúst 2025 23:59
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. Lífið 23. ágúst 2025 15:54
Forsetahjónin létu sig ekki vanta Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. Lífið 15. ágúst 2025 21:01
Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 árs afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi á skemmtistaðnum Hax. Öllu var tjaldað til í veislunni þar sem stórstjörnur, fljótandi veigar og tónlist settu ómótstæðilegan svip á kvöldið. Lífið 13. ágúst 2025 20:01
Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Lífið 10. ágúst 2025 00:04
Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. Lífið 8. ágúst 2025 17:57
Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. Lífið 4. ágúst 2025 12:02
Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Talið er að um fimm þúsund manns hafi verið staddir á Borgarfirði eystra liðna helgi þar sem Bræðslan var haldin. Hátíðin fagnaði tuttugu ára afmæli í ár og komust færri að en vildu. Lífið 29. júlí 2025 16:25
Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. Lífið 27. júlí 2025 14:43
Sögulegt sveitaball í hundrað ár Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Lífið 14. júlí 2025 17:01
Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Fjöldinn allur af ofurskvísum kom saman í Mýrarkoti síðastliðinn laugardag til að fagna með íslenska húðvörumerkinu Dóttir Skin. Meðal gesta voru raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime, markaðsskvísan Embla Óðinsdóttir, fyrirsætan Guðlaug Elísa og auðvitað Helga Sigrún eigandi Dóttir Skin. Lífið 8. júlí 2025 20:00
Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Það var sannkölluð carnival-stemning í hjarta miðborgarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld þegar veitingastaðurinn Sushi Social breytti Þingholtsstrætinu í glitrandi sumarveislu með litríkum skreytingum og fjöri langt fram á kvöld. Lífið 7. júlí 2025 14:06
Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun. Lífið 3. júlí 2025 15:54
„Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Það var líf og fjör þegar ljósmyndasýningin Að-drag-andi opnaði í hommalegustu blómabúðininni í bænum á dögunum. Margir lögðu leið sína í Grímsbæ til að virða einstakar ljósmyndir Írisar Ann fyrir sér. Lífið 30. júní 2025 15:01
Glæsilegustu gellur Garðabæjar skáluðu á Garðatorgi Það var líf og fjör á Garðatorgi síðastliðinn fimmtudag þegar verslunin Maí opnaði dyrnar á nýrri og stærri verslun. Fjöldi fólks mætti í opnunina og skálaði fyrir tímamótunum. Lífið 24. júní 2025 10:43
Íslenskir áhrifavaldar fögnuðu sumrinu að sænskum sið Það ríkti sannkölluð sumarstemning á Nesjavöllum í vikunni þegar glæsilegur hópur áhrifavalda fagnaði að sænskum sið með litríkri Miðsumarveislu Ginu Tricot. Veislan sótti innblástur sinn til hinnar sívinsælu Midsommer-hátíðar sem haldin er víða um Skandinavíu. Lífið 16. júní 2025 09:15