Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Tíu gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun en nokkur fjöldi útkalla barst vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi. Innlent 1.8.2025 06:23
Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar. Innlent 31.7.2025 23:00
Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Innlent 31.7.2025 19:30
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent 31.7.2025 13:00
Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. Innlent 30. júlí 2025 18:32
Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnaði á olíu úr beltagröfu í Hafnarfirði. Málið er til rannsóknar en undanfarna daga hefur mikið borið á olíustuldri. Innlent 30. júlí 2025 18:10
Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan á Norðurlandi eystra auglýsir eftir upplýsingum um óþekktan mann. Innlent 30. júlí 2025 15:28
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 30. júlí 2025 14:42
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Innlent 30. júlí 2025 12:01
Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Héraðssaksóknari hefur ákært 28 ára konu í Garðabæ fyrir manndráp, með því að hafa orðið föður sínum að bana, og tilraun til að verða móður sinni að bana. Konan hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. Innlent 30. júlí 2025 10:40
Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. Innlent 30. júlí 2025 07:29
Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29. júlí 2025 19:32
Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29. júlí 2025 17:46
Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Innlent 29. júlí 2025 15:29
Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð. Innlent 29. júlí 2025 14:37
Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega að sögn fulltrúa í rannsóknardeild. Innlent 29. júlí 2025 12:49
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 29. júlí 2025 11:27
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Innlent 29. júlí 2025 11:02
Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29. júlí 2025 06:29
Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Innlent 28. júlí 2025 19:05
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. Innlent 28. júlí 2025 13:42
Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Innlent 28. júlí 2025 13:11
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Innlent 28. júlí 2025 11:20
Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 65 málum á vaktinni í gærkvöldi og nótt og neyddist meðal annars til þess, enn eina ferðina, að vísa tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Innlent 28. júlí 2025 06:36
Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af atvinnubílstjóra í farþegaflutningum sem reyndist undir áhrifum áfengis í dag. Innlent 27. júlí 2025 17:49