Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sam­tök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“

Prófessor í félagsfræði telur að þyngja þurfi refsingar fyrir brot sem tengjast gengum og útlaga-mótorhjólasamtökum líkt og á öðrum Norðurlöndum. Viðbúnaður lögreglu vegna samkoma Vítisengla hér á landi hefur vakið athygli en samt sem áður virðast sumum finnast slíkir hópar „kúl.“

Innlent
Fréttamynd

Mótór­hjóla­samtök á Ís­landi – hvers vegna öll þessi læti?

Viðbúnaður og aðgerðir lögreglu vegna hingaðkomu erlendra mótórhjólasamtaka hafa vakið athygli undanfarið. Hvað vitum við um þessi samtök? Talsvert er til af rannsóknum erlendis en minna hér á landi. Hells Angels, Bandidos, Outlaws og önnur samtök af þessu tagi eiga sér langa sögu í BNA og Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Reiknað með af­skiptum af öllum sam­komum Vítisengla

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan með málið til rann­sóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar.

Innlent
Fréttamynd

Með bílinn fullan af fíkni­efnum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefnis. Svo reyndist vera en vöknuðu einnig grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­maður réðst á leiðsögukonu: „Ís­land hefur brugðist mér“

Leiðsögukonan Jessica Zimmerman varð fyrir fantalegri árás af hendi ferðamanns sem snöggreiddist þegar hún tók mynd af ökutæki hans sem hann hafði lagt ólöglega. Maðurinn þröngvaði sér inn í rútu Jessicu og reyndi að hrifsa af henni spjaldtölvu með valdi. Hún lýsir vonbrigðum yfir sinnuleysi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Mansalsmál á Ís­landi

Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn

Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi

Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Telja dagana frá síðasta inn­broti

Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun.

Innlent
Fréttamynd

Að­ferðum svipi til þeirra hjá Quang Le

Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Á­flog og miður far­sæl eldamennska

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar í gærkvöldi þegar áflog brutust út á knæpu. Þá kom lögregla einnig að málum þegar maður fór að berja á rúður öldurhúss í miðborginni, eftir að hafa verið vísað út.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er skít­hræddur um að maður brenni inni“

Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 

Innlent
Fréttamynd

Troð­fyllti stangirnar af amfetamínbasa

35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Hrædd um að brennu­vargur gangi laus í bænum

Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur.

Innlent
Fréttamynd

Vara við svikapóstum frá Ríkis­skatt­stjóra

Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki.

Innlent