Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Við Ís­lendingar fórum bara á ver­tíð og drifum þetta af

Sá starfsandi sem Íslendingar fluttu með sér til Lúxemborgar á upphafsárum Cargolux er sagður lykillinn að velgengni flugfélagsins. „Cargolux hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið þetta íslenska hugarfar,“ segir Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti á­falla­hjálp þegar flugi til Ís­lands var hætt

Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.

Innlent
Fréttamynd

Kyrr­setja þyrlu­fyrir­tækið eftir bana­slysið í New York

Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað.

Erlent
Fréttamynd

Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Mið­nes­heiði

Á eyðilegri hraunbreiðu þar sem íslenskur vindur leikur lausum hala yfir eldfjallaleifar og sandstrók, reis um miðja 20. öld bandarísk herstöð – útsýnislaus og kaldranaleg að utan. En innan vírgirðinganna á Miðnesheiði tók við annar heimur. Þar var tilveran mótuð af reglu og agaðri hernaðarstjórn – en undir yfirborðinu kraumaði líf sem íslenskir ráðamenn vissu um, en völdu að horfa fram hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Bíla­stæðin fullbókuð um páskana

Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Innlent
Fréttamynd

Sex látnir eftir að þyrla brot­lenti í New York

Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 

Erlent
Fréttamynd

Albanska manninum fylgt úr landi í fyrra­málið

Albanskur karlmaður sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot hefur dvalið á flugvellinum í Keflavík frá því á föstudag á meðan hann hefur beðið eftir að fá lögreglufylgd úr landi. Lögmaður hans segir að hann hafi verið upplýstur um að Heimferðar- og fylgdarþjónusta Ríkislögreglustjóra sé búin að kaupa fyrir hann flug til Berlínar í fyrramálið og þaðan til Tirana í Albaníu. Þangað fer hann í fylgd lögregluþjóna.

Innlent
Fréttamynd

Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur

Play hefur verið gert að greiða konu, sem neitað var um far með flugi félagsins, tæplega sextíu þúsund krónur og endurgreiða henni fargjaldið. Að sögn félagsins sýndi konan af sér hegðun sem ógnaði öryggi flugsins.

Neytendur
Fréttamynd

Fastur á Kefla­víkur­flug­velli í fjóra sólar­hringa án alls

Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu

Play hefur náð samkomulagi um rekstur fjögurra véla úr flota flugfélagsins til ársloka 2027 fyrir erlendan flugrekanda með svonefndri ACMI leigu. Flugreksturinn mun fara fram í gegnum Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., sem er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Til þess að anna eftirspurn yfir sumarmánuðina verður ein flugvél tekin á leigu.

Viðskipti innlent