Boðaði til starfsmannafundar Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem boðaðar hafa verið á rekstri félagsins. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:23
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:12
Sammála um aukna verðbólgu í september Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að verðbólga fari á ný yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í næstu mælingu. Landsbankinn spáir 4,1 prósents verðbólgu en Íslandsbanki 4,2 prósenta. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:02
Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:29
Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11
Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Verðbréfagreinandi segir mikla áhætta fólgna í því að fjárfesta í rafmyntum. Sveiflur á virðinu séu slíkar að það geti verið fljótt að taka á sálina, séu háar fjárhæðir í spilinu. Fasteignir séu þó ekki endilega skynsamlegasta fjárfestingin. Viðskipti innlent 10.9.2025 22:02
Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur hverfur úr Leifsstöð síðustu mánaðamót eftir þriggja ára veru. Verslunin hefur verið með svokallað „pop-up“ á þremur ólíkum stöðum á flugstöðinni frá júlí 2022. Viðskipti innlent 10.9.2025 14:30
Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds. Viðskipti innlent 10.9.2025 13:38
Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu. Viðskipti innlent 10.9.2025 09:58
Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. Viðskipti innlent 9.9.2025 21:58
Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið. Viðskipti innlent 9.9.2025 21:01
Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, hefur stofnað einkahlutafélagið Uppselt ehf. Samkvæmt tilkynningu er tilgangur félagsins rekstur fasteigna og tengd starfsemi. Viðskipti innlent 9.9.2025 16:19
Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Aðeins ein milljón króna fékkst upp í kröfur kröfuhafa í bú veitingastaðarins Blackbox, sem varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kröfur hljóðuðu upp á tæpar fimmtíu milljónir króna. Viðskipti innlent 9.9.2025 15:15
Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? „Borgar sig að vanmeta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Viðskipti innlent 9.9.2025 14:31
Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila. Viðskipti innlent 9.9.2025 13:48
Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum. Viðskipti innlent 9.9.2025 13:31
„Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. Viðskipti innlent 9.9.2025 07:01
„Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Íslenskir farsímanotendur munu frá og með 1. október greiða sömu gjöld fyrir farsímaþjónustu í Bretlandi og í öðrum ríkjum innan EES og ESB. Reglugerð þess efnis hefur verið birt í Stjórnartíðindum en henni er ætlað að tryggja að farsímanotendur, sem eru í viðskiptum við íslensk fyrirtæki á þeim markaði, greiði sömu gjöld í Bretlandi og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Viðskipti innlent 8.9.2025 12:36
Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Elín Tinna Logadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi. Hún snýr aftur til fyrirtækisins eftir tveggja ára starf sem framkvæmdastjóri Útilífs. Viðskipti innlent 8.9.2025 11:19
Heiðrún Lind kaupir í Sýn Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn. Viðskipti innlent 8.9.2025 10:18
Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðukona markaðsmála hjá Olís. Viðskipti innlent 8.9.2025 10:05
Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni. Viðskipti innlent 8.9.2025 08:54
Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Icelandair flutti alls 608 þúsund farþega í ágústmánuði sem er eins prósenta aukning miðað við ágúst 2024. Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent á milli ára og um fimm prósent á markaðinum frá Íslandi. Viðskipti innlent 8.9.2025 08:15
Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 5.9.2025 21:02