Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 14:30
Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 14:01
Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 13:31
Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 13:02
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 12:32
Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 12:00
Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 11:29
Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Nýbakaður alþingismaður, skáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, fór mikinn á dögunum í skrifum sínum á vefsíðu Eyjunnar/DV um fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 11:00
Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 10:00
Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Á undanförnum árum hefur íslenska skólakerfið lagt mikla áherslu á fjölbreytileika, einstaklingsmiðað nám og valdeflingu nemenda. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 08:32
Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 08:02
Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa Ræða biskupsins Mariann Edgar Budde sem haldin var í Washington eftir embættistöku Trump forseta hefur farið sem eldur um sinu? Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis. Skoðun 23. janúar 2025 kl. 07:31
Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Lögð hefur verið fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi um uppbyggingu á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Tillagan er líkt og kemur fram í yfirheiti hennar á vinnslustigi en þannig er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í lýðræðslegu skipulagsferli. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 21:00
Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 20:31
Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 15:31
Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 15:02
Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 14:01
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Skoðun 22. janúar 2025 kl. 13:30
Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Það var löngu kominn tími til að einhver tæki af skarið og opnaði á umræðuna varðandi stöðuna innan veggja menntastofnana í landinu. Takk Sigrún Ólöf skólastjóri Hörðuvallaskóla fyrir að vera sá fagaðili sem það gerði. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 13:03
Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Ný ríkisstjórn er tekin við og byrjar vel með stuttum en skýrum stjórnarsáttmála, fækkun ráðuneyta um eitt, áætlunum um sameiningar ríkisstofnana og skynsamlegri ákvörðun varðandi Evrópusambandið, þar sem þjóðin fær loksins að segja af eða á. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 12:32
Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 11:33
Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og Covid faraldur. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 11:03
Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 10:30
Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 10:01
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Skoðun 22. janúar 2025 kl. 07:03
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Er það mat forystufólks í verkalýðshreyfingunni að SA-fólkið eigi rétt á því að skipa til jafns við eigendur eftirlaunasjóðanna (launafólk) í stjórnir eftirlaunasjóðanna og tryggja þannig gagnkvæmt neitunarvald um hvernig eftirlaun okkar eru ávöxtuð/fjárfest ? Launafólk hefur 100% eignarhald á eftirlaunasjóðunum. Skoðun 21. janúar 2025 kl. 17:00
Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Skoðun 21. janúar 2025 kl. 16:30
Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Ég er ekki hissa á að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi tekið svona stuttan tíma, eins og raun bar vitni fyrir Ingu og hirðina hennar því hún seldi hugsjónina og stefnuna á útsölu bara til þess eins að komast til valda. Skoðun 21. janúar 2025 kl. 16:01
Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Í kjölfar þess að fjárvana Samtök um betri byggð unnu kosningu 2001 um lokun herflugvallar í Vatnsmýri 2016 var teningum kastað. Upp reis harðsnúin og ófyrirleitin en vel fjármögnuð hreyfing svokallaðra flugvallarvina með tóm öfugmæli, útúrsnúninga, hálfsannleika, þvætting og lygar að vopni. Skoðun 21. janúar 2025 kl. 15:31
Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar EES-SAMNINGURINN var á sínum tíma gerður á milli EFTA-ríkjanna sex (Finnland, Svíþjóð, Noregur, Ísland og Alparíkin Sviss og Austurríki, - Liechtenstein bættist seinna í hópinn) og Evrópubandalagsins/Evrópusambandsins. Samningurinn var um aðild EFTA-ríkjanna að innri markaði Evrópusambandsins (ESB). Hann var undirritaður 2.maí, 1992 en gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hann er því 30 ára á þessu ári.Hér á eftir er reynt að leggja mat á árangurinn, kosti og galla. Samningurinn var frá upphafi afar umdeildur. Skoðun 21. janúar 2025 kl. 15:01
Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sýn er sterkt og lifandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar – í heimi hraðra breytinga og nýrra áskorana. Við eigum og rekum nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins og erum afar stolt af þeirri leiðandi stöðu sem við höfum byggt okkur. Skoðun 21. janúar 2025 kl. 14:15
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu.
Á ferð um Norðvesturkjördæmi Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta.
Fimmtíu og sex Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi.
Evrópusambandið eða nasismi Stefnt er að því af hálfu sitjandi ríkisstjórnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og vinnan er hafin. Þegar svona mikið stendur til duga engin vettlingatök í áróðursstarfseminni.
Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 15 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu.
Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið.
Munu næstu fjögur ár nægja? Þegar horft er yfir árið 2024 af sjónarhóli launafólks staldra mörg okkar að líkindum við langvinnar kjaraviðræður og þá staðreynd að enn skuli ekki hafa tekist að ljúka öllum samningum. Það þýðir að fjölmargt launafólk hefur þurft að bíða í allt að ár eftir kjarasamningsbundnum launahækkunum.
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.
Geðheilsuskatturinn Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu.
Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs.
Forseti ASÍ á skautum Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum.