Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Saka ekki al­var­lega meiddur

Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur segir Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir að vængmaðurinn fór af velli í 4-0 sigri liðsins á fallkandídötum Ipswich Town.

Enski boltinn


Fréttamynd

Val­ver­de bjargaði vondri viku

Lengi getur vont versnað og þannig leit það lengi vel út fyrir Real Madríd í kvöld. Eftir að falla úr Meistaradeild Evrópu með skömm virtust Spánarmeistararnir einnig vera að missa Barcelona lengra fram úr sér, allt þangað til Federico Valverde steig upp í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­meistararnir fóru ham­förum

Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“

Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki.

Enski boltinn
Fréttamynd

Há­kon nær Meistara­deildinni en Mikael á­fram í fallsæti

Hákon Arnar Haraldsson var í liði Lille sem vann 3-0 sigur gegn Auxerre í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag og komst þar með skrefi nær því að spila aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Félagi hans úr landsliðinu, Mikael Egill Ellertsson, varð hins vegar að sætta sig við svekkjandi jafntefli og er áfram í fallsæti á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sturluð stað­reynd um af­rek Ey­glóar

Eygló Fanndal Sturludóttir skráði sig rækilega í sögubækurnar með fyrsta Evrópumeistaratitli Íslendings í ólympískum lyftingum á skírdag. Afrek hennar er enn stærra þegar horft er til annarra þyngdarflokka á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Kallaði sig hálf­vita eftir á­reksturinn

Bretinn Lando Norris klúðraði heldur betur málum og kallaði sjálfan sig „hálfvita“ (e. idiot) eftir að hafa klesst McLaren-bílinn sinn í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Sádi Arabíu í dag.

Formúla 1