Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Ég er stressaður,“ segir Brynjar Ómarsson, sonur Dagnýjar Brynjarsdóttir, leikmann íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Kvennalið okkar mætir Finnum í fyrsta leik á EM í Thun klukkan fjögur í dag. Brynjar er viss um að stelpurnar nái að leggja Finna að velli í dag. Fótbolti 2.7.2025 13:28
„Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Vilhjálmur Haraldsson, faðir landsliðskonunnar Karólínu Leu, er mættur út til Sviss á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi. Hann er einstaklega stoltur af sinni stelpu, sem spilar ekki bara landsleik í dag heldur samdi hún líka við ítalska stórliðið Inter í morgun. Fótbolti 2.7.2025 12:52
„Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Markahæsti landsliðsmaður Frakklands frá upphafi, Oliver Giroud, er orðinn liðsfélagi Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Franski framherjinn stæðilegi er spenntur fyrir því að miðla sinni reynslu til ungra leikmanna liðsins. Fótbolti 2.7.2025 12:45
Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. Fótbolti 2.7.2025 09:00
Karólína Lea orðin leikmaður Inter Ítalska félagið Inter hefur fest kaup á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu Íslands sem spilar fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss síðar í dag. Karólína skrifar undir samning til ársins 2028. Fótbolti 2.7.2025 08:16
„Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM „Hún sér alltaf um mig, sama hvar það er,“ segir Guðný Árnadóttir um eina af fólkinu á bakvið tjöldin sem fylgir íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á EM. „Tinnu mömmu“ sem passar svo vel upp á Kristianstad-hópinn sinn. Fótbolti 2.7.2025 08:03
Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu. Fótbolti 2.7.2025 07:27
Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Sportrásir Sýnar bjóða upp á þrjár beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi. Sport 2.7.2025 06:02
Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. Fótbolti 1.7.2025 23:31
„Þetta er svekkjandi“ Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tapið í kvöld. Valsmenn voru töluvert betri þegar líða fór á leikinn og áttu Stjörnumenn fá svör við leik heimamanna. Fótbolti 1.7.2025 22:34
„Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Fótbolti 1.7.2025 22:32
„Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ „Mér fannst við spila vel, við byrjuðum ekki vel en við náðum að koma okkur inn í leikinn. Eftir 20 mínútur vorum við betra liðið á vellinum og ég er ánægður með frammistöðuna okkar í dag.“ Fótbolti 1.7.2025 22:31
Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Tap enska karlalandsliðsins gegn því íslenska í vináttulandsleik fyrir EM á síðasta ári virðist ekki sitja lengur í Kobbie Mainoo, leikmanni Manchester United. Fótbolti 1.7.2025 22:24
„Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Fótbolti 1.7.2025 22:18
Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Real Madrid tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum HM félagsliða er liðið vann 1-0 sigur gegn Juventus. Fótbolti 1.7.2025 20:59
Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna myndbands sem notað var til að kynna þriðja búning liðsins fyrir komandi tímabil. Fótbolti 1.7.2025 20:15
„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Fótbolti 1.7.2025 19:32
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Valur tók á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Hlíðarenda. Bæði lið duttu út í undanúrslitum í fyrra og voru því bæði lið að vonast til þess að komast einu skrefi lengra í kvöld. Fótbolti 1.7.2025 18:45
Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Alexander Petersson, sem á að baki einn lengsta handboltaferil sem sögur fara af, er hættur. Handbolti 1.7.2025 18:30
Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ „Hann kemur með mikla reynslu, sérstaklega þegar kemur að varnarleik og varnarskipulagi,“ segir Guðmundur Krisjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um Steven Caulker, sem samdi við liðið á dögunum. Fótbolti 1.7.2025 18:01
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Fótbolti 1.7.2025 17:32
„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár. Íslenski boltinn 1.7.2025 16:45
Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. Fótbolti 1.7.2025 16:09
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. Fótbolti 1.7.2025 15:15