Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Metsöluhöfundurinn Ragnar Jónasson var gestur Fantasýnar, hlaðvarps Sýnar um Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Þar greindi hann meðal annars frá því að hann væri fyrir ofan bankastjóra Arion banka í Fantasy-deild þeirra. Enski boltinn 24.9.2025 14:02
Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Ungi ítalski miðvörðurinn Giovanni Leoni, sem kom til Liverpool í sumar, sleit krossband í hné í fyrsta leik sínum fyrir liðið, í 2-1 sigrinum gegn Southampton í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöld. Enski boltinn 24.9.2025 13:41
Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum. Fótbolti 24.9.2025 13:00
Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Íslenski boltinn 24.9.2025 12:00
Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. Enski boltinn 24.9.2025 07:30
Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Maður frá Suður-Kóreu ferðaðist nærri 9000 kílómetra til að komast á leik Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni. Þegar á staðinn var kominn kom í ljós að miði hans, sem kostaði 150 þúsund íslenskar krónur, var falsaður og honum neitaður aðgangur á Amex-völlinn. Enski boltinn 24.9.2025 07:01
Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Vilhjálmur Hallsson, oft kenndur við hlaðvarpið Steve dagskrá, var gestur síðasta þáttar af VARsjánni. Þar deildi hann sögu af sér og John McGinn, fyrirliða Aston Villa – uppáhaldslið Villa – á Villa Park. Enski boltinn 23.9.2025 23:31
Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? „Eyðufyllingar“ voru á sínum stað í síðasta þætti Sunnudagsmessunni þar sem farið var yfir 5. umferð ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Að þessu sinni var rætt um hvaða leikmenn hefðu komið mest á óvart og fleira áhugavert. Enski boltinn 23.9.2025 22:17
Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Real Madríd hefur nú unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Liðið lagði nýliða Levante 4-1 á útivelli í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Fótbolti 23.9.2025 19:01
Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Liverpool marði B-deildarlið Southampton í enska deildarbikarnum. Á sama tíma marði Chelsea sigur á C-deildarliði Lincoln City. Enski boltinn 23.9.2025 18:31
Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski framherjinn Marcus Rashford hefur farið ágætlega af stað með Spánarmeisturum Barcelona. Hann er þar á láni frá Manchester United og hefur spænska félagið forkaupsrétt á leikmanninum næsta sumar. Það vonast til að fá hann á enn lægra verði en upphaflega samið var um. Enski boltinn 23.9.2025 20:02
Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Rúnar Már Sigurjónsson og Amic Cosic missa af fallbaráttuslag ÍA og KR í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann þegar Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í ag. Íslenski boltinn 23.9.2025 19:17
Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Þýskalandsmeistarar Bayern München lögðu Freiburg í efstu deild þýska fótboltans. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern og kollegi hennar í íslenska landsliðinu, Ingibjörg Sigurðardóttir, var í hjarta varnar gestanna. Fótbolti 23.9.2025 18:02
Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar gat ekki orða bundist þegar hann sá hvar landi hans, Raphinha, endaði í kosningunni um besta fótboltamann heims. Fótbolti 23.9.2025 15:15
Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Eins og í fyrra hafa KA-menn orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Innkoma Birnis Snæs Ingason hefur góð áhrif á lið KA. Íslenski boltinn 23.9.2025 13:45
Madueke frá í tvo mánuði Noni Madueke, leikmaður Arsenal, verður frá keppni næstu tvo mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í jafnteflinu við Manchester City, 1-1, í fyrradag. Enski boltinn 23.9.2025 12:31
Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Hinn 28 ára gamli Ousmane Dembélé er orðinn besti knattspyrnumaður heims en það kemur mömmu hans, hinni hlédrægu Fatimötu, ekki á óvart. Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gærkvöld. Fótbolti 23.9.2025 11:33
Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. Íslenski boltinn 23.9.2025 11:01
Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Elísabet Gunnarsdóttir var ósátt við svör KSÍ þegar gengið var framhjá henni við val á landsliðsþjálfara kvenna í ársbyrjun 2021. Í dag er hún þó sátt í Belgíu og stefnir á HM eftir tvö ár. Fótbolti 23.9.2025 09:30
Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fjölskylda bræðranna Diogo Jota og André Silva, sem létust í bílslysi á Spáni í sumar, var á meðal gesta á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gær þar sem bræðranna var minnst. Fótbolti 23.9.2025 09:01
Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Íslenski boltinn 23.9.2025 08:32
Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Manchester United hefur skapað sér urmul færa í þeim fimm leikjum sem búnir eru í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Liðinu gengur hins vegar skelfilega að nýta færin. Enski boltinn 23.9.2025 07:01
Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Þóroddur Hjaltalín, fyrrverandi dómari og starfsmaður á innanlandssviði Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að vítaspyrnan sem Víkingur fékk í 2-1 sigri sínum á Fram í Bestu deild karla hefði ekki átt að standa. Íslenski boltinn 22.9.2025 23:31
Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Wayne Rooney var hluti af einu sigursælasta knattspyrnuliði Englands um árabil þegar ekkert virðist fá Manchester United stöðvað. Hann segir að tölvuleikir hafi gert öfluga leikmenn enn samheldnari. Enski boltinn 22.9.2025 22:45
„Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, segir að sínir menn hafi átt skilið að fá í það minnsta stig út úr leik liðsins gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Fótbolti 22.9.2025 21:59