Fótbolti

Fréttamynd

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat týnt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Cunha að ganga í raðir Man United

Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Muslera með mark og Mourinho súr

Galatasaray tryggði sér tyrkneska titilinn í fótbolta með 3-0 sigri á Kayserispor í næst síðustu umferð deildarinnar í gær. Lærisveinar José Mourinho í Fenerbahce sitja eftir með sárt ennið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var og Nóel fallnir úr dönsku úr­vals­deildinni

Lyngby og Aalborg, lið Sævars Atla Magnússonar og Nóels Atla Arnórssonar, eru bæði fallin úr dönsku úrvalsdeildinni. Sævar og félagar töpuðu 5-1 gegn Sönderjyske. Nóel og félagar töpuðu 2-3 gegn Silkeborg. Liðin munu mætast í þýðingarlausum leik í lokaumferðinni næstu helgi.

Fótbolti