„Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að gagnrýni Garys Neville, fyrrverandi fyrirliða liðsins, hafi haft áhrif á slóvenska framherjann Benjamin Sesko. Enski boltinn 8.11.2025 10:32
Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari FH, segir lágpunktinn á sínum ferli hafa verið þegar hann var rekinn frá FH og situr það í honum hvernig staðið var að uppsögninni. Stjórnendur FH hafi sýnt honum vanvirðingu og komið illa fram við hann. Íslenski boltinn 8.11.2025 10:02
Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Spænska stórveldið Barcelona hefur ekki getað spilað á heimavelli sínum Camp Nou síðan 2023 en nú styttist í að liðið spili þar aftur. Forsmekkur fékkst á fjölsóttri æfingu í gær. Fótbolti 8.11.2025 07:00
„Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Mér líður mjög vel með þetta. Ég er virkilega spenntur og klár í þetta,“ segir Ian Jeffs, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Íslenski boltinn 7.11.2025 15:00
Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay er að lifa ljúfa lífinu í Brasilíu þar sem hann fékk samning hjá Corinthians. Corinthians er nú að reyna að fá kappann til að slaka aðeins á kröfunum sínum þegar kemur að búsetu. Fótbolti 7.11.2025 14:03
Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Fótbolti 7.11.2025 13:32
Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Fótbolti 7.11.2025 13:02
Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Emelía Óskarsdóttir er komin aftur af stað eftir erfið hnémeiðsli sem héldu henni frá keppni í þrettán mánuði. Hún hefur heldur betur minnt á sig í síðustu tveimur leikjum toppliðsins í Danmörku. Fótbolti 7.11.2025 12:30
Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Það er stór ákvörðun að taka fyrirliðabandið af norska framherjanum Erling Braut Haaland í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar enda hefur hann verið að raða inn mörkum á þessu tímabili. Mótherji helgarinnar fær þó Albert Þór Guðmundsson í Fantasýn-hlaðvarpinu til að íhuga það. Enski boltinn 7.11.2025 12:02
Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Íslenski boltinn 7.11.2025 11:00
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. Íslenski boltinn 7.11.2025 10:43
Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Liverpool-stuðningsmenn fengu góðar fréttir í aðdraganda stórleiksins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 7.11.2025 10:26
„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. Íslenski boltinn 7.11.2025 09:32
Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Jota lést í bílslysi í sumar og næstum því allir liðsfélagar hans í landsliðinu mættu í jarðarförina. Sá frægasti af þeim var þó hvergi sjáanlegur. Í nýju viðtali útskýrir Cristiano Ronaldo hvers vegna hann fór ekki í jarðarför Jota. Fótbolti 7.11.2025 08:00
Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta. Íslenski boltinn 7.11.2025 07:30
„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Fótbolti 7.11.2025 06:47
Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu, sem fjallar um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, rýndu meðal annars í lið fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar í nýjasta þætti sínum og voru hrifnir af því. Enski boltinn 6.11.2025 23:15
Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Á laugardaginn verður fótboltaleikur sýndur í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum TikTok í fyrsta sinn, gjaldfrjálst. Streymisveitan DAZN stendur fyrir útsendingunni, frá leik Carlisle United og Southend United í National deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Enski boltinn 6.11.2025 22:47
Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Magnús Már Einarsson og þjálfarateymi hans hjá Aftureldingu hafa skrifað undir samninga við félagið sem gilda út tímabilið 2028. Íslenski boltinn 6.11.2025 22:47
Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Íslendingaliðið Brann hélt góðu gengi sínu í Evrópudeildinni áfram í kvöld en tókst ekki að sækja sigur gegn Bologna, sem lék nánast allan leikinn manni færri. Fótbolti 6.11.2025 22:01
Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Leikur Aston Villa og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni er nýhafinn, án gestaáhorfenda, en mikil átök áttu sér stað við leikvanginn í Birmingham vegna mótmæla. Sjö hundruð lögregluþjónar voru sendir á vettvang og handtóku sex manns. Fótbolti 6.11.2025 20:33
Emilía skoraði annan leikinn í röð Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði fyrra mark RB Leipzig í 2-0 sigri gegn FC Carl Zeiss Jena í níundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 6.11.2025 20:12
Logi á toppnum en Hákon á bekknum Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega. Fótbolti 6.11.2025 20:01
Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Breiðablik mætti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu en leikið var í Kraká í Póllandi. Shakhtar vann leikinn 2-0 og þrátt fyrir prýðis frammistöðu Blika á köflum þá var sigur heimamanna í raun aldrei í hættu enda um virkilega öflugan andstæðing að ræða. Fótbolti 6.11.2025 17:01