Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Grunur um listeríu í vinsælum ostum Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes. Neytendur 13.8.2025 15:30
Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar eftir aðeins um eitt og hálft ár í starfi. Við starfinu tekur Kristján Jón Jónatansson. Viðskipti innlent 13.8.2025 12:46
Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Viðskipti innlent 12.8.2025 21:01
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent 12.8.2025 12:01
Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum. Samstarf 12.8.2025 11:51
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Viðskipti erlent 12.8.2025 11:06
Stækka hótelveldið á Suðurlandi Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Viðskipti innlent 12.8.2025 10:14
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Óskar eftir starfslokum Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið. Viðskipti innlent 12.8.2025 09:20
Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. Neytendur 11.8.2025 20:41
„Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Það fór fiðringur um blaðamann þegar hann frétti að hann fengi að reynsluaka glænýjan og glansandi BMW X3, nánar tiltekið BMW X3 30e M-Sport. Um er að ræða glæsilegan sportjeppa þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. Er við öðru að búast frá þýska gæðamerkinu BMW? Samstarf 11.8.2025 11:30
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. Neytendur 11.8.2025 11:06
Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova hafa bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu, þar sem íbúar innan ESB og EES greiða sama gjald fyrir farsímanotkun í Evrópu og þeir greiða heima fyrir. Neytendur 11.8.2025 10:19
Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Orion tannviðgerðir bjóða upp á framúrskarandi tannlæknaþjónustu á Íslandi og í Búdapest með áherslu á persónulega þjónustu, stuttan biðtíma og sanngjarnt verð. Fyrirtækið sérhæfir sig í tannplöntum og postulínkrónum og notar eingöngu hágæða efni. Þjónustan er sveigjanleg með möguleika á meðferð hér heima eða í Búdapest – allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Samstarf 11.8.2025 08:46
„Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ „Átakið er klárlega að virka því frá því að átakið hófst, hefur konum sem stunda sjóðaviðskipti hjá bankanum fjölgað um 19%. Á sama tíma hefur körlum fjölgað um 11%,“ segir Katrín Rós Gunnarsdóttir forstöðumaður reksturs og þróunar hjá Arion banka um átakið Konur fjárfestum. Atvinnulíf 11.8.2025 07:02
„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Kraftbar og veitingahús opnar senn í sögufrægu næturlífshúsnæði við Bankastræti fimm. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, er í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Viðskipti innlent 9.8.2025 15:10
Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Viðskipti innlent 9.8.2025 13:47
Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. Viðskipti erlent 8.8.2025 16:47
Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Viðskipti innlent 7.8.2025 17:13
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Viðskipti innlent 7.8.2025 16:44
Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. Neytendur 7.8.2025 14:46
Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent í júní 2025 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Viðskipti innlent 7.8.2025 10:05
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 7.8.2025 06:40
Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Viðskipti innlent 6.8.2025 13:15
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. Viðskipti innlent 6.8.2025 12:15
Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju. Um er að ræða nýtt fyrirtæki á viðburðamarkaðnum sem hóf göngu sína í vor. Viðskipti innlent 6.8.2025 08:41
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“