
Viðskipti

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti.
Fréttir í tímaröð

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður.

Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti
Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum.

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar.

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga.

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti.

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana.

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Kínverjar hafa nú brugðist við ofurtollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta með því að setja 125 prósenta innflutningstoll á bandarískar vörur.

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd.

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Stundum sjáum við fréttir í fjölmiðlum um að eitthvað misferli hafi komið upp á vinnustað. Starfsmaður jafnvel dregið að sér milljónir árum saman.

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa.

Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs
Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs, samþykktu í dag tillögu ríkisins um að ganga að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. Samkvæmt tillögunni slær ríkið lán upp á um 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs.

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna.

Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts.

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Icelandair hóf í dag að rukka fyrir aðra óáfenga drykki en vatn, kaffi og te á almennu farrými á Evrópuleiðum. Það er sagt liður í auka skilvirkni í rekstri félagsins.

Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans
Ársfundur Seðlabankans fer fram í dag og hefst klukkan 16. Um er að ræða 64. ársfund bankans.

Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna
Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm.

Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar
„Hreyfum samfélagið til framtíðar“ er yfirskrift vorfundar RARIK sem hefst á Selfossi klukkan 15 í dag. Þar verða orkumál, verðmætasköpun og framþróun samfélaga til umræða en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.

Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár
Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun.

Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna
Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna.

Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
„Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.”

Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum
Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga.

Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist
Miðlunarlón Landsvirkjunar standa öll mun betur en á horfðist eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs og hefur nú ræst vel úr að undanförnu.

Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna?
Fimm norræn fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Norðurlandanna sem afhent verða í fyrsta skipti á á ráðstefnu dönsku hugverkastofunnar í Kaupmannahöfn klukkan 12 í dag. Hugverkastofan hefur tilnefnt Carbfix til verðlaunanna fyrir Íslands hönd.
Atvinnulíf

Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri
Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum
Meira
Kauphöllin

Hagnaður ACRO jókst yfir fimmtíu prósent og nam nærri milljarði króna
Jón Guðni tekur við formennsku
Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða
Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það
Meira
Nýsköpun

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum
Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum
Meira
Sjávarútvegur

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti
Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum
Meira
Fréttir af flugi

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna
Meira