Angie Stone lést í bílslysi Bandaríska R&B söngkonan Angie Stone og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, er látin. Hún varð 63 ára. Tónlist 2.3.2025 10:51
Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Svo virðist sem Mondo Duplantis sé fleira til lista lagt en að lyfta sér yfir stöng og vera bestur í heimi í því. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag. Sport 28.2.2025 16:30
Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár. Lífið 28.2.2025 11:51
Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Lífið 25. febrúar 2025 13:33
Vinur Patriks kom upp um hann Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist ekki hafa verið í beinni útsendingu í Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi í Reykjavík á laugardagskvöldið. Vinur hans kom upp um hann og upplýsti að Patrik væri á Akureyri. Lífið 24. febrúar 2025 16:04
Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Bandaríska söngkonan Roberta Flack er látin, 88 ára gömul. Hún er meðal annars þekkt fyrir smellinn „Killing Me Softly with His Song“. Lífið 24. febrúar 2025 15:53
Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. Lífið 24. febrúar 2025 15:33
Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. Lífið 24. febrúar 2025 09:35
Setja markið á 29. sætið Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta. Lífið 24. febrúar 2025 07:46
Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. Lífið 23. febrúar 2025 10:48
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. Lífið 22. febrúar 2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Lífið 22. febrúar 2025 22:15
Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Það seldist upp á tónleika bandarísku söngkonunnar Noruh Jones á nokkrum mínútum, samkvæmt tilkynningu frá Guðbjarti Finnbjörnssyni tónleikahaldara. Lífið 21. febrúar 2025 12:32
Bryan Adams seldi upp á hálftíma Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana. Lífið 21. febrúar 2025 11:41
Laufey ein af konum ársins hjá Time Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning. Lífið 21. febrúar 2025 10:11
Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. Tónlist 21. febrúar 2025 09:59
Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 20. febrúar 2025 11:57
Elín Hall í Vogue Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue. Tíska og hönnun 18. febrúar 2025 14:00
Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. Neytendur 17. febrúar 2025 15:53
Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Grammy-verðlaunahafinn margfaldi Norah Jones heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik ehf. Lífið 17. febrúar 2025 12:09
Bryan Adams til Íslands Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara. Lífið 17. febrúar 2025 10:07
Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar. Gagnrýni 17. febrúar 2025 07:02
„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ „Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni. Lífið 17. febrúar 2025 07:01
Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Júlí Heiðar og Dísa með lagið Eldur, Bjarni Ara með lagið Aðeins lengur og Tinna með lagið Þrá komust áfram í úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins. Úrslitakvöldið er eftir viku, þann 22. febrúar. Lífið 15. febrúar 2025 21:18
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp