Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum: „Hvaða kjaftæði?“ Allt ætlaði að sjóða upp úr þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Innlent 10.7.2025 10:57
Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Innlent 10.7.2025 09:57
Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm er enn í gangi. Vatnshækkun og rafleiðni hefur farið mjög hægt vaxandi í nótt samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að náið sé fylgst með aðstæðum og að uppfærsla um hlaupið verði birt á heimasíðu þeirra í dag. Innlent 10.7.2025 09:02
Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Innlent 9.7.2025 21:40
Pilturinn er fundinn Sautján ára piltur sem lögreglan á Norðurlandi vestra lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. Innlent 9.7.2025 20:37
„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Innlent 9.7.2025 20:19
Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Innlent 9.7.2025 19:53
„Það er engin ástæða til að gefast upp“ Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. Innlent 9.7.2025 19:11
Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningur er nú þegar kominn vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjun enn frekar. Innlent 9.7.2025 18:04
„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Innlent 9.7.2025 17:47
Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Lögreglunni barst í dag tilkynning um buxnalausan mann í miðbænum í dag. Innlent 9.7.2025 17:17
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. Innlent 9.7.2025 16:32
Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. Innlent 9.7.2025 16:29
Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Lítið hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm. Vatnshæð og rafleiðni fer þó enn smátt vaxandi. Innlent 9.7.2025 16:05
Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. Innlent 9.7.2025 15:19
Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins. Innlent 9.7.2025 15:08
Flugvél snúið við vegna bilunar Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt. Innlent 9.7.2025 14:25
„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. Innlent 9.7.2025 14:01
Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óheppinn leigusali Airbnb-íbúðar á Íslandi birti myndir í vikunni af mjög svo óþrifalegri aðkomu eftir gesti í íbúðinni. Leigusalinn segir leiðinlegt að koma að óhreinu leirtaui og rusli um alla íbúð og biðlar til fólks að ganga betur um. Innlent 9.7.2025 13:59
Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Miklubraut í Reykjavík í morgun. Innlent 9.7.2025 13:36
Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki liggja fyrir hvað orsakaði veikindi keppenda í þríþraut við Laugarvatn um helgina. Búið er að safna sýnum frá fólki sem veiktist og eru þau enn í greiningu. Innlent 9.7.2025 13:34
Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Innlent 9.7.2025 13:23
Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um stunguárás á heimili við Trönuhjalla í Kópavogi á sunnudaginn. Innlent 9.7.2025 12:30
„Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. Innlent 9.7.2025 11:45