Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Stefán Teitur Þórðarson og kollegar hans í enska B-deildarliðinu Preston North End fá Aston Villa í heimsókn í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn 2.3.2025 22:45
Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal West Ham United komst 3-1 yfir gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar komu hins vegar til baka og unnu frábæran 4-3 endurkomusigur. Dagný Brynjarsdóttir kom ekki inn af bekknum fyrr en Skytturnar voru komnar yfir. Enski boltinn 2.3.2025 20:30
Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Kristian Nökkvi Hlynsson var allt í öllu þegar Sparta Rotterdam lagði Willem II 4-0 í efstu deild karla í Hollandi. Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliði Willem II og Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins. Fótbolti 2.3.2025 19:06
Welbeck skaut Brighton áfram Danny Welbeck skaut Brighton & Hove Albion í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar með marki í framlengingu gegn Newcastle United. Enski boltinn 2. mars 2025 13:17
Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Benóný Breki Andrésson skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska C-deildarliðið Stockport County þegar það sigraði Blackpool, 2-1, í gær. Enski boltinn 2. mars 2025 12:01
Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni David Nielsen er nýr þjálfari Horsens í dönsku B-deild karla í knattspyrnu. Galdur Guðmundsson gekk nýverið til liðs við félagið eftir að hafa verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn undanfarin ár. Fótbolti 2. mars 2025 08:00
Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Stór breyting verður gerð á knattspyrnulögunum. Mun hún taka gildi í stóru deildum Evrópu á næstu leiktíð. Nú mega markverðir aðeins halda á knettinum í átta sekúndur. Ef lengri tími líður mun andstæðingurinn fá hornspyrnu. Fótbolti 2. mars 2025 07:01
Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hreint út sagt frábært mark þegar lið hans Al Orubah vann frægkinn 2-1 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í efstu deild Sádi-Arabíu. Fótbolti 1. mars 2025 23:30
Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Enski boltinn 1. mars 2025 22:47
Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. Fótbolti 1. mars 2025 22:04
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. Fótbolti 1. mars 2025 19:30
Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Napoli og Inter gerðu 1-1 jafntefli í toppslag Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Fótbolti 1. mars 2025 19:08
Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Englandsmeistarar Manchester City lentu í ákveðnum vandræðum þegar Plymouth Argyle mætti til Manchester í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk gestanna. Enski boltinn 1. mars 2025 17:17
„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. Fótbolti 1. mars 2025 17:05
Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Atalanta og Venezia gerðu markalaust jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia sem er í harðri fallbaráttu. Fótbolti 1. mars 2025 16:03
Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. Enski boltinn 1. mars 2025 14:45
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. Enski boltinn 1. mars 2025 14:25
Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Júlíus Magnússon lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í lokaleik sínum í riðli 7 í sænsku bikarkeppninni í dag. Fótbolti 1. mars 2025 14:09
„Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Albert Guðmundsson sneri aftur á völlinn þegar Fiorentina sigraði Lecce, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Knattspyrnustjóri Fiorentina hrósaði honum í hástert eftir leikinn. Fótbolti 1. mars 2025 13:17
Auðun tekur við Þrótti Vogum Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Auðun Helgason, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum sem leikur í 2. deild karla. Íslenski boltinn 1. mars 2025 12:02
Messi var óánægður hjá PSG Lionel Messi segir að hann hafi ekki notið áranna tveggja sem hann lék með Paris Saint-Germain. Fótbolti 1. mars 2025 10:32
„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. Íslenski boltinn 1. mars 2025 09:32
Hefur Amorim bætt Man United? Þegar Manchester United réð Rúben Amorim var ljóst að liðið var að horfa til framtíðar. Það var hins vegar eflaust búist við betri árangri en hann hefur náð til þessa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Portúgalinn hafi bætt lið Rauðu djöflanna á einn eða annan hátt. Enski boltinn 1. mars 2025 09:02
Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla. Íslenski boltinn 28. febrúar 2025 23:00