„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Eftir erfitt ár í Kanada var Shaina Ashouri ekki lengi að stimpla sig inn í endurkomunni til Íslands og skoraði opnunarmarkið í 2-1 sigri Víkings gegn Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 25.7.2025 21:09
„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. Íslenski boltinn 25.7.2025 20:48
Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna í fótbolta og er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-konur fóru upp fyrir Þrótt og eru þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25.7.2025 17:30
Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Tindastóll byrjar afar vel eftir EM-fríið því liðið vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikið var á Sauðárkróki við frábærar aðstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 19:50
„Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Besta deild kvenna hefst aftur sumarfrí í kvöld og toppslagur er á dagskránni. Breiðablik tekur á móti Þrótti á Kópavogsvelli og Þórdís Elva, leikmaður Þróttar, á von á hörkuleik. Íslenski boltinn 24. júlí 2025 12:16
„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Fótbolti 23. júlí 2025 08:01
Jón Páll aðstoðar Einar Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 15:03
Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið FHL heldur áfram að styrkja liðið sitt fyrir baráttuna um halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 17. júlí 2025 10:30
FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Botnlið Bestu deildar kvenna í fótbolta hefur styrkt sig fyrir lokabaráttuna fyrir tilverurétti í deildinni. Íslenski boltinn 14. júlí 2025 10:32
Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 16:32
Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið EM-fríið verður aðeins lengra hjá Framaranum Elainu Carmen La Macchia heldur en öðrum leikmönnum Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 3. júlí 2025 19:43
Einar tekur við Víkingum Einar Guðnason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum. Íslenski boltinn 27. júní 2025 11:12
Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu sérstakt atvik úr leik Fram og Þróttar í Bestu deild kvenna á dögunum. Íslenski boltinn 25. júní 2025 23:32
Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt Björg Gunnlaugsdóttir náði stórmerkilegu afreki á dögunum þegar hún lék sinn hundraðasta meistaraflokksleik með FHL. Íslenski boltinn 25. júní 2025 20:30
Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. Fótbolti 25. júní 2025 19:48
John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ „Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær. Íslenski boltinn 25. júní 2025 12:01
John Andrews og Björn reknir Knattspyrnudeild Víkinga hefur rekið John Andrews þjálfara meistaraflokks kvenna sem og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfara liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum. Íslenski boltinn 24. júní 2025 13:47
Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 4-1 | Öruggur sigur Þórs/KA gegn lánlausi liði Víkings Þór/KA vann sannfærandi 4-1 sigur á móti Víkingi í leik liðanna í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri í dag. Þór/KA kom sér þar af leiðandi aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í deildinni gegn toppliðunum tveimur. Íslenski boltinn 21. júní 2025 18:54
Uppgjörið: FH - Valur 1-2 | Valur nældi sér í ofboðslega langþráðan sigur Valur fór með sigur af hólmi þegar liðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í dag. Gengi Valsliðsins hefur verið slæmt upp á síðkastið og sigurinn því vel þeginn. Íslenski boltinn 21. júní 2025 15:46
Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 0-3 | Blikar á toppnum næsta mánuðinn Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir EM-hléið sem nú tekur við næsta mánuðinn. Sigurinn kom Blikum upp fyrir Þrótt og aftur á toppinn. Íslenski boltinn 21. júní 2025 13:16
Reif Sæunni niður á hárinu Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 21. júní 2025 12:00
Spenntari fyrir NFL en EM: „Við horfum á einhverja leiki“ Genevieve Crenshaw, markvörður Tindastólsins, var hetja liðsins í 1-4 sigri á FHL í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikmenn FHL skutu og skutu en Genieve varði og varði, þar á meðal vítaspyrnu Calliste Brookshire í stöðinni 1-1. Sport 20. júní 2025 21:41
Uppgjörið: FHL - Tindastóll | Stólarnir koma sér úr fallsæti Tindastóll lyfti sér, að minnsta kosti tímabundið, upp úr fallsæti í Bestu deild kvenna með 1-4 sigri á FHL í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld. Gestirnir voru heppnir því FHL stundaði stórskotahríð að marki en fengu ódýr mörk í lokin þegar heimaliðið freistaði þess að jafna. Íslenski boltinn 20. júní 2025 17:15
Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. Íslenski boltinn 20. júní 2025 17:15