Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma. Bíó og sjónvarp 30.10.2025 19:00
Barnastjarna bráðkvödd Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air. Bíó og sjónvarp 30.10.2025 12:31
Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar. Bíó og sjónvarp 29.10.2025 11:47
Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 15:30
Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 12:30
Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið. Lífið 18. október 2025 20:37
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17. október 2025 16:12
Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar. Innlent 16. október 2025 16:32
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16. október 2025 15:18
Inbetweeners snúa aftur Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 15:56
Vesturport fær lóð í Gufunesi Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 15:16
Minnist náins kollega og elskhuga Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 13:12
Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Þrátt fyrir að Blær Hinriksson sé orðinn atvinnumaður í handbolta hefur hann ekki sagt skilið við leiklistina. Handboltinn er þó í fyrsta sæti sem stendur. Handbolti 10. október 2025 12:01
Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8. október 2025 17:11
„Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Leikstjórinn Zelda Williams hefur biðlað til fólks að hætta að senda henni gervigreindarmyndbönd af föður hennar heitnum, Robin Williams, sem lést árið 2014. Bíó og sjónvarp 8. október 2025 16:22
Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Leikstjórinn Baldvin Z telur gervigreindarleikara ekki spennandi því fegurðin í góðum leik felist í hinu óvænta. Á tökustað þurfi maður að vera tilbúinn fyrir alls konar uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8. október 2025 14:05
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Tökur á spennumyndinni Víkinni eftir leikstjórann Braga Þór Hinriksson fóru fram í Fljótavík á Hornströndum, einum afskekktasta stað landsins. Tökulið, tökubúnaður og vistir voru ferjuð með bát og þurfti að flýta heimför vegna stormviðvörunar. Bíó og sjónvarp 8. október 2025 09:55
Saman á rauða dreglinum Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra. Bíó og sjónvarp 7. október 2025 09:47
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3. október 2025 12:36
Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Kvikmyndin Eldarnir var frumsýnd hér á landi þann ellefta september og hefur síðan gripið vitund áhorfenda með ótrúlegum tæknibrellum og áhrifamiklum senum þar sem jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaganum lifna við á nýjan leik á stóra tjaldinu. Lífið 2. október 2025 12:30
Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Bíó og sjónvarp 2. október 2025 12:17
Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Tælenska leikstjóranum Apichatpong Weerasethakul voru veitt heiðursverðlaun á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í gærkvöldi. Forseti Íslands veitti hollenska leikstjóranum Anton Corbijn jafnframt heiðursverðlaun um helgina. Bíó og sjónvarp 1. október 2025 15:46
„Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Í heimildamyndinni Jörðin undir fótum okkar bregðum við okkur í fylgd leikstjórans og fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum. Lífið 1. október 2025 15:07
Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið árið 2027, tveimur áratugum eftir að síðasta kvikmyndin um fjöldskylduna kom í bíó. Bíó og sjónvarp 30. september 2025 11:58