Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rísandi stór­stjarna og al­vöru hjartaknúsari

Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin

Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndaskóli Ís­lands er gjald­þrota

Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Eins­leit Edda

Hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðalleikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki?

Skoðun
Fréttamynd

Happy Gilmore snýr aftur

Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn

Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skarp­héðinn til Sagafilm

Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Anora sigur­vegari á Óskarnum

Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo

„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Lífið
Fréttamynd

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

For­seta­hjónin mættu á frum­sýningu Sigur­vilja

Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Lífið
Fréttamynd

Ingvar E. besti leikarinn á kvik­mynda­há­tíð í Frakk­landi

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard.

Lífið
Fréttamynd

Mamma mætti á frum­sýningu Fjallsins

Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca.

Lífið
Fréttamynd

Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie.

Bíó og sjónvarp