Fréttir

Fréttamynd

Ís­lendingar í meistara­deild þrátt fyrir her­leysið

Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára og þriggja mánaða fangelsi.  Hinn sjötugi Bolsonaro er sekur um að hafa ætlað að snúa úrslitum forsetakosninganna 2022, sem hann tapaði, með aðstoð fyrrverandi embættismanna og hermanna.

Erlent
Fréttamynd

Rán­dýrar her­þotur og flug­skeyti gegn ó­dýrum drónum

Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki.

Erlent
Fréttamynd

Stefán Einar og Sig­mar ræða skautun í kjöl­far voðaverks

Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán geta búist við sekt

Eigendur fjórtán ökutækja geta átt von á sekt vegna stöðubrots í Garðabæ er segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði afskipti af fjölda ökumanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru ekki góðar mót­tökur“

Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum.

Innlent
Fréttamynd

Launa­hækkanir þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku

Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­lögin lit­laus líkt og hann sjálfur

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Breskur sendi­herra rekinn vegna tengsla við Epstein

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag Peter Mandelson sem sendiherra í Bandaríkjunum vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Mandelson kallaði Epstein sinn „besta vin“ í alræmdu afmæliskorti til hans.

Erlent
Fréttamynd

Hver var Charli­e Kirk?

MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag.

Erlent
Fréttamynd

„Súrrealísk og skelfi­leg upp­lifun“

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði Már mælir fyrir fjár­lögum næsta árs

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum

Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Morðvopnið er fundið og lögregla hefur dreift myndum af karlmanni sem leitað er að.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­fundur verði boðaður í Öryggis­ráði SÞ

Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður.

Erlent