Bandaríkin muni semja Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Innlent 10.4.2025 20:00
Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. Innlent 10.4.2025 19:44
Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Innlent 10.4.2025 19:00
Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent 10.4.2025 17:13
Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands. Breytingin er sögð í samræmi við stefnu stjórnvalda um að einfalda yfirstjórn stofnana og hagræða í ríkisrekstri. Innlent 10.4.2025 15:48
Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. Innlent 10.4.2025 15:26
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. Innlent 10.4.2025 14:54
Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Áströlsk kona hefur óafvitandi fætt barn ókunnugrar konu eftir að starfsmenn frjósemisstofu komu fyrir mistök fósturvísum annarrar konu fyrir í legi hennar. Erlent 10.4.2025 14:46
Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga. Innlent 10.4.2025 14:23
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. Innlent 10.4.2025 14:22
Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Arna Magnea Danks, leikkona og grunnskólakennari, segist ekki hafa sakað neinn starfsmanna hjá hlaðvarpsveitunni Brotkastinu persónulega um líflát. Hún hafi verið að vísa til afmennsku sem eigi sér stað í hennar garð og annars trans fólks, meðal annars í þáttum Brotkastins en líka víðar, í athugasemdakerfinu á Facebook. Innlent 10.4.2025 14:21
Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. Innlent 10.4.2025 13:14
Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Innlent 10.4.2025 12:01
Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku „Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs. Innlent 10.4.2025 12:00
Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00
Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Í hádegisfréttum fjöllum við um vendingarnar á mörkuðum heimsins en Trump Bandaríkjaforseti bakkaði óvænt með tollaálögur sínar í gær að miklu leyti, í níutíu daga í það minnsta. Innlent 10.4.2025 11:30
Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir hádegisfundinum Geðheilbrigði fyrir öll á Reykjavík Hilton Nordica klukkan 11:30 í dag þar sem til umræðu verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi. Innlent 10.4.2025 11:01
Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Hugtakið „woke“ hefur verið til mikillar umræðu í vikunni og virðist hver og einn skilgreina hugtakið á sinn hátt. Sumir vilja meina að hugtakið snúist um umburðarlyndi en aðrir segja það einkennast af einræðislegri hugmyndafræði. Innlent 10.4.2025 11:01
Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Reykjavíkurborg hefur ekki fallið frá áformum um byggingu íbúða á þróunarreit við settjörn í Breiðholti, líkt og greint hefur verið frá. Skiplagsfulltrúi hjá borginni segir fjölda íbúða á reitnum þó ekki meitlaðan í stein, og tímalínu skiplagsvinnu ekki liggja fyrir. Innlent 10.4.2025 10:33
Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu hefur vísað tveimur málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins og áminnt Ísland fyrir brot á reglum um úrgang. Áminningin er vegna skorts á áætlunum um meðhöndlun og forvarnir gegn úrgangi. Innlent 10.4.2025 09:53
Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista. Innlent 10.4.2025 09:48
Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, golu eða kalda í dag, og að verði fremur hlýtt í veðri. Veður 10.4.2025 07:18
Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt einstakling í heimahúsi sem er grunaður um líkamsárás. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna árásarinnar. Innlent 10.4.2025 06:57
Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma. Innlent 10.4.2025 06:43
Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu. Innlent 9.4.2025 23:01