Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Leó fjórtándi, nýr páfi, heldur sína fyrstu messu í Vatíkaninu í dag. Hún er haldin í Sixtínsku kapellunni og eru kardinálar þeir einu sem fá að sitja hana. Erlent 9.5.2025 09:01
Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Erlent 9.5.2025 07:40
Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. Veður 9.5.2025 07:14
Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Innlent 8.5.2025 22:14
Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. Innlent 8.5.2025 21:23
Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. Innlent 8.5.2025 21:07
„Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Tuttugu og tvö sveitarfélög taka nú þátt í verkefninu, „Gott að eldast“, sem er samvinnuverkefni ríkisins, sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnana. Mikil ánægja er með verkefnið í Árborg þar sem rík áhersla er lögð á heimaþjónustu við eldra fólk. Innlent 8.5.2025 20:03
Hvað vitum við um Leó páfa? Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. í röðinni, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi. Erlent 8.5.2025 19:39
Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. Erlent 8.5.2025 19:01
Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Innlent 8.5.2025 18:54
Lítil Björg dró stóra Hildi í land Björgunarskipið Björg var kallað út um hádegisbil í dag vegna vélarvana skips norður af Rifi. Innlent 8.5.2025 18:46
„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. Erlent 8.5.2025 18:09
Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar og ræðum við mann sem var hleraður og íhugar að leita réttar síns. Innlent 8.5.2025 18:02
Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. Erlent 8.5.2025 15:42
Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir frelsissviptingu sem stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund og ofbeldi henni tengdri. Einn þeirra hlýtur þriggja ára fangelsisdóm og annar tveggja og hálfs árs fangelsi. Innlent 8.5.2025 15:00
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. Innlent 8.5.2025 14:36
Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur. Innlent 8.5.2025 14:13
Viðsnúningur eftir krappan dans Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Innlent 8.5.2025 13:31
Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sérfræðingar í vinnuvernd telja vantraust starfsfólks Félagsbústaða til framkvæmdastjóra stofnunarinnar alvarlegt í áhættumati sem þeir unnu á vinnustaðnum. Flestir starfsmenn sögðust hafa orðið vitni að einelti eða ofbeldi. Innlent 8.5.2025 13:19
Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Margrét Þórhildur II Danadrottning hefur verið lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Erlent 8.5.2025 13:00
Samþykktu Trump-samninginn einróma Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 8.5.2025 12:26
Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Innlent 8.5.2025 12:21
Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. Erlent 8.5.2025 11:54
Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Í hádeginu verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem segist undrandi á því umfangi gagna sem fyrrverandi starfsmenn hans hjá Sérstökum saksóknara stálu frá embættinu. Málið var einnig rætt í þingsal í morgun. Innlent 8.5.2025 11:39