Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. Innlent 10.7.2025 11:07
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. Innlent 10.7.2025 11:01
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Innlent 10.7.2025 10:57
Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að þau hygðust grípa til refsiaðgerða gegn Francescu Albanese, sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem hefur það á höndum að rannsaka mannréttindabrot á Gasa og Vesturbakkanum. Erlent 10.7.2025 07:19
Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar. Erlent 10.7.2025 07:10
Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Erlent 10.7.2025 06:33
Hlýnar um helgina Súld eða dálítið rigning er á vestanverðu landinu í dag með skúrum og rigningu austanlands síðar. Úrkomulítið er á Suðausturlandi og styttir víða upp í kvöld. Hiti er á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast suðaustantil. Veður 10.7.2025 06:18
Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Tilkynnt var um rán í miðborginni þar sem tveir fullorðnir menn hótuðu að beita ungan dreng ofbeldi ef hann legði ekki inn á þá pening. Málið er í rannsókn Innlent 10.7.2025 06:14
Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm sem hófst í dag heldur áfram. Vegfarendum er ráðlagt dvelja ekki að óþörfu við árfarvegi, þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Innlent 9.7.2025 23:52
Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Innlent 9.7.2025 23:15
Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Erlent 9.7.2025 23:01
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Erlent 9.7.2025 22:04
Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Innlent 9.7.2025 21:40
Pilturinn er fundinn Sautján ára piltur sem lögreglan á Norðurlandi vestra lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. Innlent 9.7.2025 20:37
„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Innlent 9.7.2025 20:19
Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Innlent 9.7.2025 19:53
„Það er engin ástæða til að gefast upp“ Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. Innlent 9.7.2025 19:11
Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. Erlent 9.7.2025 18:13
Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningur er nú þegar kominn vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjun enn frekar. Innlent 9.7.2025 18:04
„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Innlent 9.7.2025 17:47
Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Lögreglunni barst í dag tilkynning um buxnalausan mann í miðbænum í dag. Innlent 9.7.2025 17:17
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. Innlent 9.7.2025 16:32
Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. Innlent 9.7.2025 16:29
Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Lítið hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm. Vatnshæð og rafleiðni fer þó enn smátt vaxandi. Innlent 9.7.2025 16:05