Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group. Erlent 14.8.2025 22:31
Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. Erlent 14.8.2025 22:16
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent 14.8.2025 19:16
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Innlent 14.8.2025 18:00
„Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. Erlent 14.8.2025 17:24
Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 17:18
Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Innlent 14.8.2025 17:02
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Innlent 14.8.2025 17:00
Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september. Innlent 14.8.2025 16:26
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Erlent 14.8.2025 15:09
Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Innlent 14.8.2025 14:57
Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. Innlent 14.8.2025 13:57
Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi. Erlent 14.8.2025 13:40
Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. Erlent 14.8.2025 12:15
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Innlent 14.8.2025 12:11
Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Innlent 14.8.2025 11:58
Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Innlent 14.8.2025 11:50
Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Neyðarástand ríkir í Haukadalsá í Dalabyggð að sögn fiskifræðings. Þrír eldislaxar voru veiddir þar í nótt. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.8.2025 11:48
Gular viðvaranir í þremur landshlutum Gular viðvaranir munu taka gildi í þremur landshlutum um helgina. Það er í Breiðafirði, á Vestfjörðum, og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 14.8.2025 11:47
Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Innlent 14.8.2025 11:21
Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Innlent 14.8.2025 11:16
Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Innlent 14.8.2025 10:40
Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Erlent 14.8.2025 10:37
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Innlent 14.8.2025 10:07
Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Helgi Vilberg Hermannsson, listamaður og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, lést sunnudaginn 10. ágúst, 73 ár að aldri. Innlent 14.8.2025 09:26