„Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn. Innlent 10.7.2025 14:17
„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Innlent 10.7.2025 14:02
Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis. Innlent 10.7.2025 13:51
Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent 10.7.2025 11:29
Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Skólastjóri og starfsmaður grunnskóla á Indlandi hafa verið handteknir eftir að foreldrar stúlkna kvörtuðu yfir því að þær hefðu verið neyddar til að afklæðast eftir að blóð fannst á salerni skólans. Erlent 10.7.2025 11:13
Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. Innlent 10.7.2025 11:07
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. Innlent 10.7.2025 11:01
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Innlent 10.7.2025 10:57
Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Innlent 10.7.2025 09:57
Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm er enn í gangi. Vatnshækkun og rafleiðni hefur farið mjög hægt vaxandi í nótt samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að náið sé fylgst með aðstæðum og að uppfærsla um hlaupið verði birt á heimasíðu þeirra í dag. Innlent 10.7.2025 09:02
Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. Innlent 10.7.2025 09:01
Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sex þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ritað sendiherra Kanada í Washington D.C. erindi þar sem þeir kvarta yfir því að reykur frá gróðureldum í landinu sé að eyðileggja sumarið fyrir íbúum Wisconsin og Minnesota. Erlent 10.7.2025 08:48
Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26
Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Þingfundur hefst klukkan tíu og eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið margumrædda. Þingfundinum í gær lauk klukkan 23:40, eftir umræður um fjármálaáætlun og veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 10.7.2025 07:40
Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að þau hygðust grípa til refsiaðgerða gegn Francescu Albanese, sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem hefur það á höndum að rannsaka mannréttindabrot á Gasa og Vesturbakkanum. Erlent 10.7.2025 07:19
Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar. Erlent 10.7.2025 07:10
Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Erlent 10.7.2025 06:33
Hlýnar um helgina Súld eða dálítið rigning er á vestanverðu landinu í dag með skúrum og rigningu austanlands síðar. Úrkomulítið er á Suðausturlandi og styttir víða upp í kvöld. Hiti er á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast suðaustantil. Veður 10.7.2025 06:18
Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Tilkynnt var um rán í miðborginni þar sem tveir fullorðnir menn hótuðu að beita ungan dreng ofbeldi ef hann legði ekki inn á þá pening. Málið er í rannsókn Innlent 10.7.2025 06:14
Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm sem hófst í dag heldur áfram. Vegfarendum er ráðlagt dvelja ekki að óþörfu við árfarvegi, þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Innlent 9.7.2025 23:52
Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Innlent 9.7.2025 23:15
Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Erlent 9.7.2025 23:01
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Erlent 9.7.2025 22:04
Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Innlent 9.7.2025 21:40
Pilturinn er fundinn Sautján ára piltur sem lögreglan á Norðurlandi vestra lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. Innlent 9.7.2025 20:37