Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Að­för að mennta­kerfinu

Verðmæti hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum menntakerfis og hvernig atlæti börn og síðar ungmenni fá í gegnum skólagönguna með stuðningi félags- og heilbrigðiskerfa.

Skoðun
Fréttamynd

At­burðir helgarinnar kjafts­högg fyrir kennara

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Kom ekki ná­lægt innanhússtillögu sátta­semjara

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Fundað á ný í kennaradeilu

Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar mót­mæla við bæjarráðsfund

Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“

Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis- og Fram­sóknar­menn haldi skóla­kerfinu í gíslingu

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er at­riðið þar sem þið takið til fótanna…”

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast af­leiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera.

Innlent
Fréttamynd

Sam­ræmd próf jafna stöðuna

Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst.

Skoðun
Fréttamynd

Síðasti naglinn í lík­kistuna?

Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram kennarar!

Ég tel mig alltaf hafa borið virðingu fyrir kennurum og er þakklát öllum þeim kennurum sem hafa mótað mig og mitt líf en ég gerði mér þó ekki fullkomlega grein fyrir virði kennara fyrr en ég varð foreldri barna í leik- og grunnskóla. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu ómetanlegt það er að vita af börnum mínum í höndum frábærra kennara.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnaðir þú Margrét Sanders?

Við, undirrituð, fulltrúar Kennarafélags Reykjanes, 9.deild Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til bæjar­stjóra Kópa­vogs

Ég hef starfað í Kópavogi frá því ég útskrifaðist úr Kennararháskólanum árið 2006 fyrst sem leikskólakennari svo sem deildastjóri, aðstoðarskólastjóri og nú síðast sem skólstjóri. Ég hef oftast verið stolt af því að vinna fyrir Kópavogsbæ margt hefur verið gert vel.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ekkert til í á­sökunum KÍ um flokka­drætti

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fyrir og eftir Menntaþing í september á síðasta ári, var duglega fírað undir pottum nýbreytni í menntamálum landsins á borð við inngildingu, farsæld, Frigg, valdeflingu, matsferil, heillaspor, landsteymi og memm með tilheyrandi brúarsmíði og tvítyngisráðgjöf fyrir innflytjendur. Þáverandi ráðherra og hans hugmyndateymi hafði vafalaust gengið gott eitt til með slíkum gæðahugmyndum, en óneitanlega svolítið útópískum og á kostnað annarra mikilvægra málaflokka.

Skoðun