Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ógnar­stjórn talmafíunnar

Íslenska talmeinaþjónustan fyrir börn hefur verið í viðvarandi krísu í meira en áratug. Biðlistar lengjast, ábyrgð er óljós og lausnir dragast. Þetta er staða sem ég þekki af eigin reynslu sem móðir, ekki úr skýrslum heldur úr daglegu lífi með barni mínu, sem beið tæp þrjú ár eftir talmeinaþjónustu, þar sem biðin var raunveruleg, afleiðingarnar sýnilegar og óvissan stöðugur fylgifiskur.

Skoðun
Fréttamynd

Eru mann­réttindi mar­tröð?

Í nýlegri skoðunargrein á Vísi fjallar Gunnar Salvarsson, fyrrverandi skólastjóri, um skóla án aðgreiningar undir fyrirsögninni „martraðakenndur draumur“. Slík gífuryrði ein og sér sýna glöggt að með óvarlegum og illa ígrunduðum ummælum sínum í Kastljósi og víðar hefur Inga Sæland – barna- og menntamálaráðherra þessa lands – greinilega gefið opið skotleyfi á stefnuna sem kennd er við skóla án aðgreiningar.

Skoðun
Fréttamynd

Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð

Húsið að Hagamel 55 sem um áratuga skeið hefur hýst starfsemi leikskólans Vesturborgar hefur kvatt götuna. Undanfarna daga hafa vinnuvélar unnið við að rífa húsið sem er 101 árs gamalt en tökumaður Sýnar leit þar við.

Innlent
Fréttamynd

Skóli án að­greiningar: að­ferð til að tryggja mann­réttindi

Umræða um skóla án aðgreiningar hefur á undanförnum misserum einkennst af vaxandi efasemdum og jafnvel uppgjöf. Bent er á raunverulegar áskoranir í skólakerfinu: álag á kennara, skort á stuðningi, flóknar og fjölbreyttar þarfir nemenda og kerfi sem nær ekki að mæta þeim með fullnægjandi hætti. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og þær ber að taka alvarlega.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Sam­fylkingunni

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 

Innlent
Fréttamynd

Kerfið hafi brugðist

Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Játaði meira og meira eftir því sem á leið

Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu.

Innlent
Fréttamynd

Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakka­vél MR tvisvar í röð

Sú óvænta staða kom upp í undankeppni Gettu betur að lið Kvennaskólans og Menntaskólans í Reykjavík kepptu á móti hvort öðru tvisvar í röð. Kvenskælingar, sem töpuðu báðum umferðum, eru svekktir en gömul Gettu betur-kempa segir að óheppni og „feil í kerfinu“ hafi valdið þessum tvöfalda tjarnarslag.

Lífið
Fréttamynd

Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana

Öllum almenningi er ljóst að endurræsa þarf menntakerfið. 40% nemenda eru ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ár í leikskóla. Kerfið er dýrt en skilar langt frá því þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á.

Skoðun
Fréttamynd

Lestrarkennsla ís­lenskra barna

Eftir áratuga fjarveru frá Íslandi fylgist ég ekki mikið með, en einstöku mál vekja athygli mína. Nú síðast umræða um lestrargetu íslenskra barna.

Skoðun
Fréttamynd

Orð­ræða sem sam­einar – ekki sundrar

Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Sex sagt upp í mennta­mála­ráðu­neytinu

Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Innlent
Fréttamynd

Stóra myndin í leik­skóla­málum

Leikskólinn er í senn mikilvæg menntastofnun og gríðarlega þýðingarmikið jöfnunartæki í samfélaginu. Yfir 90% ánægja mælist meðal foreldra á starfi leikskólanna í borginni og langflest börn fá pláss í sínu nærumhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli

Þegar rætt er um menntamál er oft talað eins og skólinn sé eitthvað sem megi laga með einföldum aðgerðum. Skipta um reglur, breyta mati, setja ný markmið og þá hljóti allt að falla í réttan farveg. Í slíkri umræðu gleymist oft það sem skiptir mestu máli, kennslan sjálf og þeir sem sinna henni dag eftir dag. Skólinn er ekki abstrakt kerfi, hann er lifandi vinnustaður þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar í sífellu.

Skoðun
Fréttamynd

Er biðin eftir ofurömmu á enda?

Menntakerfi hafa þá sérstöðu að erfitt getur reynst að átta sig á orsakasamhengi. Breyturnar eru margar, jafnt innri sem ytri breytur. Samkvæmt samantekt Pasi Sahlberg skýrast í mesta lagi 40% af breytileika í frammistöðu nemenda af innri þáttum, svo sem námsskipulagi, skólamenningu, aðstöðu og faglegri forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð

Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Innlent