Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Merki sem þykir sýna Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Lífið 26.1.2025 15:23
Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fallegustu bækur í heimi má nú finna í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en þar opnaði sýning þar sem þær má finna síðdegis. Lífið 23.1.2025 20:38
Risa endurkoma eftir áratug í dvala Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Lífið 20.1.2025 16:30
Halla í peysufötum langömmu sinnar Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist peysufötum af langömmu sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur þegar hún ávarpaði þjóðina á nýársdag. Amma hennar var strandakona og var ávallt kölluð Gugga. Tíska og hönnun 3. janúar 2025 12:59
Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið. Lífið 22. desember 2024 23:31
Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Húsgagnaverslunin Signature er flutt í nýjan og glæsilegan sýningarsal að Stekkjarbakka 6 þar sem Garðheimar voru til húsa. Þar sameinast spennandi nýjungar í hönnun og vinsælar vörur sem hafa skapað versluninni sérstöðu. Lífið samstarf 19. desember 2024 10:10
Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Vöruleitin Já.is er stórsniðug leitarvél til að finna hina fullkomnu gjöf. Um áttahundruð innlendar vefverslanir eru inni í leitinni og í kringum tvær milljónir vara en Edda Ólafsdóttir hjá Já.is. hefur auðveldað okkur lífið með því að taka saman hugmyndalista. Lífið samstarf 19. desember 2024 08:50
Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Löngum hefur verið hefð að klæða sig upp á aðfangadag og ýta þjóðsögur um jólaköttinn undir mikilvægi þess. Lífið á Vísi ræddi við nokkra tískuspegúlanta um eftirminnileg jólaklæði og hvaða föt verða fyrir valinu í ár. Virðist rauði þráðurinn vera að þeir sæki meira í þægindin nú en áður. Tíska og hönnun 19. desember 2024 07:02
Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum. Innlent 18. desember 2024 23:41
Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Vöruleitin Já.is er stórsniðug leitarvél til að finna hina fullkomnu gjöf. Yfir tvær milljónir vara eru inni í Vöruleitinni en hér er búið að taka saman aðgengilegan lista. Lífið samstarf 18. desember 2024 11:53
Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. Lífið 17. desember 2024 21:07
Bestu vinkonur sameinast í listinni Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36. Menning 17. desember 2024 16:00
Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Það var líf og fjör í versluninni Húrra í gærkvöldi þegar hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro frumsýndi nýja vörumerkið sitt Lopedro. Tíska og hönnun 17. desember 2024 12:01
Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í. Tíska og hönnun 16. desember 2024 17:02
Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu. Tíska og hönnun 16. desember 2024 14:02
Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Isak Andic, stofnandi tískuverslanakeðjunnar Mango og einn ríkasti maður Spánar, lést á laugardag þegar hann hrapaði um 150 metra til jarðar í fjallgöngu með fjölskyldu sinni skammt frá Barcelona. Erlent 14. desember 2024 18:02
Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Sérstakt dálæti íslenskra fjölmiðlakvenna á tiltekinni blárri blússu var afhjúpað í fyrsta annál fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem birtist í vikunni og horfa má á hér fyrir neðan. Lífið 13. desember 2024 11:57
Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024. Tíska og hönnun 13. desember 2024 07:03
Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Sænskur áhrifavaldur og ein áhrifamesta unga athafnakona heims er sökuð um að koma fram við starfsfólk sitt á niðurlægjandi og kúgandi hátt. Fyrrverandi og núverandi starfsfólk Djerf Avenue, fyrirtækis hennar, saka hana um einelti og ógnarstjórnun á vinnustaðnum. Tíska og hönnun 13. desember 2024 00:40
Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Í Íslandi í dag í vikunni voru tískustraumar ársins 2024 skoðaðir en þar ræddi Vala Matt við sérfræðinga á því sviði. Lífið 11. desember 2024 10:33
Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. Menning 9. desember 2024 18:00
Húrrandi stemning í opnun Húrra Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. Tíska og hönnun 9. desember 2024 11:32
Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna. Tíska og hönnun 8. desember 2024 11:31
Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Tuttugasta og önnur Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 4. desember. Með okkar augum fær Kærleikskúluna að þessu sinni og þá er Blóm og ást þurfa næringu eftir Hildi Hákonardóttur Kærleikskúla ársins 2024. Lífið 4. desember 2024 14:19