Lífið

Þórunn Antonía frum­sýnir nýtt út­lit

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þórunn Antonía sýnir fylgjendum sínum nýju hárgreiðsluna á Instagram.
Þórunn Antonía sýnir fylgjendum sínum nýju hárgreiðsluna á Instagram. Instagram

Poppstjarnan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að láta hárið fjúka og krúnuraka sig. Hún nýtur lífsins á Spáni þessa dagana.

Hún segir frá því í hringrás á Instagram að hún dvelji nærri þorpi að nafni Sella á Spáni, að læra heilun og láta heila sig. 

„Byrja árið með heilsuna, hugrekki og hjartað í fyrirrúmi. Geggjað, mæli með. Og ég rakaði af mér hárið,“ segir Þórunn Antonía. 

Þórunn hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis. Hún skaust upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2012 þegar hún gaf út plötuna Star Crossed og smellurinn Too Late er af mörgum talinn þjóðargersemi. Þórunn er líka menntaður jógakennari og tveggja barna móðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.