Ástin og lífið

Fréttamynd

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill í með­ferð

„Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“

Lífið
Fréttamynd

Tók á móti dóttur sinni á bíla­planinu: „Allt er gott sem endar vel‘“

Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Hall­dóra snýr aftur til Tenerife

Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var búinn að syrgja þetta líf“

„Mér fannst þetta sérstaklega erfitt því ég upplifði að ég væri svo nálægt draumunum en samt svo langt frá,“ segir Pétur Ernir Svavarsson lífskúnstner með meiru. Pétur Ernir er 25 ára gamall leikari og tónlistarmaður sem er sprenglærður í listum en upplifði brostna drauma í Bretlandi, ákvað að flytja heim til Íslands og flaug inn í læknanám. Í kjölfarið fékk hann hlutverk í stærstu sýningu landsins en blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf og ævintýri undanfarinna ára.

Lífið
Fréttamynd

Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns

Jón Már Sigurþórsson var fimm ára þegar hann var fjarlægður af heimili móður sinnar eftir mikla vanrækslu og óviðunandi aðstæður og ólst upp hjá uppeldisföður sínum sem aldrei hafði ritað undir faðernisviðurkenningu.

Lífið
Fréttamynd

Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig um dulið fóstur­lát

„Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“

Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas leikari, fögnuðu tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Jones birti fallegar myndir á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins.

Lífið
Fréttamynd

Sjö ár frá ör­laga­ríkum kossi á fullu tungli

Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona, og kærasti hennar, Árni Bragi Hjaltason, verkefnastjóri og plötusnúður, fögnuðu sjö ára sambandsafmæli sínu í gær. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Prikinu undir fullu tungli.

Lífið
Fréttamynd

Ekki meira en bara vinir

Austin Butler, einn heitasti leikarinn í Hollywood, segist ekki eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og hlaðvarpsstýruna Emily Ratajkowski, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir. Hann segir þau bara vini en Butler sjálfur sé þó að leita að ástinni.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er þér að kenna“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lítið talað opinberlega um það hvernig síðustu dagar hennar í ríkisstjórn voru, hvernig samstarfsfólk hennar kom fram við hana, eða hvernig henni leið þegar hún var síðan ekki kosin forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta púslið væntan­legt í maí

Sænska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Kenza Zouiton Subosi, og eiginmaður hennar Aleksandar Subosic, eiga von á sínu fjórða barni. Kenza segir draum þeirra hjóna um stóra fjölskyldu við það að rætast. Frá þessu greina þau á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ragn­heiður Guð­finna og Hjörtur að hittast

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

Var ráðs­kona Kára Stefáns­sonar þegar ástin kviknaði

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru.

Lífið
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk hló og grét til skiptis“

Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari, segja hin nýgiftu Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi.

Lífið
Fréttamynd

Tíu stellingar sem örva G-blettinn

Talið er að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu við samfarir án örvunar á sníp. Með sjálfskoðun og markvissri örvun á G-blettinum má auka líkurnar á fullnægingu í gegnum leggöng, þar á meðal er hægt að prófa mismunandi kynlífsstellingar. 

Lífið
Fréttamynd

Á­föll og samskiptamynstur erfast milli kyn­slóða

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna þú bregst við á ákveðinn hátt í samskiptum? Af hverju verða sumir reiðir og fara í vörn, á meðan aðrir hörfa við ágreining? Með því að skilja eigin sögu og samskiptamynstur getum við séð hvaðan viðbrögðin koma og hvort þau séu hjálpleg í dag.

Lífið
Fréttamynd

„Get ekki hætt að hlusta og gráta“

Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John.

Lífið
Fréttamynd

Slær á sögu­sagnirnar með lúmskum skila­boðum

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner slær á sögusagnir um að hún og leikarinn Timothée Chalamet hafi hætt saman. Orðrómarnir spruttu upp eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, um helgina.

Lífið