Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fá­klædd og flott á dreglinum

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Amman helsta fyrir­mynd tískudrottningar Reykja­víkur

„Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Breyta merki Euro­vision

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr

„Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skemmti­legasti partur dagsins að klæða sig upp

„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Fata­skápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“

„Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Væri teiknimyndapersóna í full­komnum heimi

„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Best að vera alls­ber úti í náttúrunni“

„Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Núna þori ég miklu meira“

Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei

„Ég get dundaði mér inni í skápnum mínum klukkutímunum saman. Það er eins og lífið standi í stað þegar ég er að reyna ákveða dress og ég get gleymt öllu amstri dagsins þegar ég einbeiti mér að fötum,“ segir 24 ára gamla tískudrottningin og lífskúnstnerinn Vala Karítas Guðbjartsdóttir. Hún lifir og hrærist í margbreytilegum heimi tískunnar en blaðamaður tók púlsinn á henni.

Tíska og hönnun