„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Körfubolti 2.3.2025 21:39
Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 2.3.2025 21:26
Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71. Körfubolti 2.3.2025 19:43
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti 2.3.2025 18:32
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Stjarnan og Grindavík eigast við í annað sinn á skömmum tíma, nú þegar búið er að skipta Bónus-deild kvenna í körfubolta í tvo hluta. Liðin leika í neðri hlutanum. Körfubolti 25. febrúar 2025 17:30
„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 19. febrúar 2025 22:44
Stólarnir stríddu toppliðinu Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:46
„Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ „Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:25
Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Valur sótti sex stiga sigur, 83-89, í heimsókn sinni til Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. Sigurinn skaut Valskonum upp í efri hlutann en Hamar/Þór situr í níunda sæti deildarinnar sem skiptist nú til helminga. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:00
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Körfubolti 19. febrúar 2025 20:49
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. Körfubolti 18. febrúar 2025 20:46
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Garðabænum. Gular eru í harðri fallbaráttu og því allir sigrar mikilvægir fyrir Grindavík. Körfubolti 18. febrúar 2025 17:49
Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Körfubolti 18. febrúar 2025 13:31
„Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfuboltakvöld ræddi lið Keflavíkur, sem hefur tekið miklum framförum eftir þjálfarabreytingar. Körfubolti 17. febrúar 2025 22:47
„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík. Körfubolti 17. febrúar 2025 13:31
„Erum ekkert að fara slaka á“ Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. Körfubolti 16. febrúar 2025 21:55
Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Njarðvík lagði Val með tveggja stiga mun í æsispennandi leik að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Bónus deild kvenna í körfubolta, lokatölur 76-78. Körfubolti 16. febrúar 2025 21:17
Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Það voru vægast sagt spennandi leikir sem fóru fram í Bónus deild kvenna í körfubolta á Akureyri og Sauðárkróki í dag. Körfubolti 15. febrúar 2025 21:15
Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Grindavík vann 15 stiga sigur á botnliði Aþenu í fallbaráttuslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 105-90. Körfubolti 15. febrúar 2025 17:59
Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna. Körfubolti 14. febrúar 2025 09:02
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. Körfubolti 13. febrúar 2025 09:00
Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun. Körfubolti 6. febrúar 2025 12:31
Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari körfuboltaliðs Aþenu, er afar ósáttur við ályktun ÍSÍ svo vægt sé til orða tekið; þess efnis að þjálfarar láti af ofbeldi í störfum sínum. Brynjar Karl óskar þess að ÍSÍ láti af níði í garð stelpnanna í liði sínu. Körfubolti 4. febrúar 2025 16:58
Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Sport 3. febrúar 2025 19:05
Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu í efstu deild kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls Sigurðssonar. Körfubolti 3. febrúar 2025 13:04