Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Setti oft fót­boltann fram yfir mína and­legu heilsu“

Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arna semur við Vålerenga

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugar­dalnum

Þróttur og FHL gerðu 2-2 jafntefli á Avis-vellinum í dag. Jafnteflið sennilega sanngjarnt á endanum en frammistaða FHL var að mörgu leyti öflug og þær voru beittar í flestum sínum aðgerðum. Þróttur, sem hafa oft spilað betur í sumar, unnu síðast í deildinni fyrir um mánuði síðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hetja Blika: „Einn leikur í einu“

Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 2-1 | Ótrú­leg endur­koma og Blikar að stinga af

Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er ekki alltaf dæmt á þetta?“

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði dramatískt, og umdeilt, sigurmark þegar FH lagði Aftureldingu 2-1 í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Farið var yfir markið og aðdraganda þess í Stúkunni.

Íslenski boltinn