Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hættir hjá borgar­stjóra og að­stoðar nú ráð­herra

Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall til ESB-sinna: Hvar eru undan­þágurnar?

Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið, mennta­mál, stýrivextir og Gasa í Sprengi­sandi

Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli.

Innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Leiðist „linnulaust væl” Ís­lendinga yfir réttu mál­fari

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa komið öllum Íslendingum til varnar, ekki bara mennta- og barnamálaráðherra, í pistli sem hann skrifaði í vikunni um „linnulaust væl Íslendinga yfir málfari“ í tilefni af viðtali við ráðherra í Bítinu og málfarsvillum hans þar.

Innlent
Fréttamynd

Ný við­bygging við Þjóð­leik­húsið „lang­þráður draumur“

Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. 

Menning
Fréttamynd

Heild­stætt heil­brigðis­kerfi – hagur okkar allra

Við Íslendingar viljum sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, það sýna fjölmargar rannsóknir. Einkaaðilar bera þó uppi umtalsverðan hluta heilbrigðiskerfisins í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Samspil einkareksturs og opinbers reksturs í heilbrigðisþjónustu er flókið úrlausnarefni sem huga þarf mun betur að.

Skoðun
Fréttamynd

Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við „líf­róður“ Heimildarinnar sem fækkar út­gáfu­dögum

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skólaskætingur

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Skipar samninga­t­eymi um upp­byggingu Víkings á Markarsvæði

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindisbréf sérstaks samningateymis um uppbyggingu og stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi þannig að það muni einnig ná yfir athafnasvæði Gróðrarstöðvarinnar Markar. Borgin hyggst einnig kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ný sókn í mennta­málum

Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðið „verður að koma í ljós“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka.

Innlent
Fréttamynd

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Gjör­ó­líkt gengi frá kosningum

Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast.

Innlent
Fréttamynd

Mennta­mála­ráð­herra greindur með þágu­falls­sýki

Málfarsvillur menntamálaráðherra hafa vakið hneykslan nokkurra Bylgjuhlustenda í dag. Í viðtali segir hann meðal annars „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart enda sé þetta útbreitt málfar en væntanlega geri almenningur ríkari kröfur til menntamálaráðherra. Ráðherrann kveðst sjálfur hafa litlar áhyggjur af málfari sínu, hann sé of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu.

Innlent