„Til hamingju hálfvitar“ Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Innlent 21.4.2025 19:00
Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni lögmanns á meinta vanþekkingu hennar á eigin málaflokki. Starfshópur sem hún skipaði til að yfirfara reglur um dvalarleyfi sé mannaður af sérfræðingum í málaflokknum. Innlent 21.4.2025 12:12
Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi senda misfrumlegar og mislangar páskakveðjur. Segja má að ríkisstjórnarflokkarnir leggi meira púður í kveðjur sínar sem eru þó allar þrjár ólíkar. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur senda einfaldar kveðjur en þingflokkur Framsóknar enga. Lífið 21.4.2025 00:10
Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. Innlent 19. apríl 2025 18:59
Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Innlent 18. apríl 2025 18:23
„Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum. Innlent 18. apríl 2025 14:57
Fjármálaráð segir að bótaþegum verði „gert hærra undir höfði“ en launafólki Áform ríkisstjórnarinnar um að láta bætur til örorku- og ellilífeyrisþega fylgja launavísitölu, samt þannig að tryggt sé að þær hækki aldrei minna en vísitala neysluverðs, felur í sér grundvallarbreytingu frá núverandi kerfi og þýðir að „bótaþegum er gert hærra undir höfði“ en launafólki, að mati fjármálaráðs, og varar við áhrifunum á sjálfbærni opinberra fjármála til framtíðar. Samkvæmt nýlega framlagðri fjármálaáætlun mun kostnaður vegna hins nýja örorkulífeyriskerfis nema um átján milljörðum króna á ársgrundvelli. Innherji 17. apríl 2025 12:46
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. Innlent 17. apríl 2025 09:20
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu. Skoðun 17. apríl 2025 08:02
Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða. Innlent 16. apríl 2025 14:56
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. Innlent 16. apríl 2025 09:09
„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt. Innlent 15. apríl 2025 19:47
Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Skoðun 15. apríl 2025 15:33
Listin við að fara sér hægt Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Skoðun 15. apríl 2025 15:01
Lengja opnunartímann aftur Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Innlent 15. apríl 2025 13:28
Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 12:03
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 07:58
Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Skoðun 15. apríl 2025 07:02
Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið. Innlent 14. apríl 2025 20:30
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ Innherji 14. apríl 2025 17:27
Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Innlent 14. apríl 2025 15:03
Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Egill Þór Jónsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félasgins á föstudaginn. Egill Þór lést í desember eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Innlent 14. apríl 2025 11:35
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. Viðskipti innlent 14. apríl 2025 11:21
Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Innlent 13. apríl 2025 14:53
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent