Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. Viðskipti erlent 3.8.2025 16:00
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17
Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Ef það er eitthvað sem er hægt að ganga að vísu þá er það að Brasilíumenn mæta í stórum og litríkum hópum til að styðja við bakið á sínu liði á heimsmeistaramótunum í fótbolta. Kannski þó ekki mikið lengur. Fótbolti 31. júlí 2025 09:37
Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land. Erlent 31. júlí 2025 07:56
Gargaði á flokksfélaga sína Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi. Erlent 30. júlí 2025 15:19
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Erlent 29. júlí 2025 22:44
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Erlent 29. júlí 2025 14:31
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Erlent 29. júlí 2025 11:39
Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Erlent 29. júlí 2025 10:20
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. Erlent 29. júlí 2025 08:13
Trump les tölvupóstinn þinn Fyrir um 20 árum valsaði spaugsamur kerfisstjóri um vinnustað sinn í bol með áletruninni „I read your email”. Þetta mæltist miðlungi vel fyrir meðal samstarfsmanna og var kerfisstjórinn beðinn um að ljúka vinnudeginum ber að ofan. Ég fullyrði að þessi kerfisstjóri hefur aldrei lesið tölvupóst sem honum var treyst fyrir, enda eru kerfisstjórar vandir að virðingu sinni og taka skyldur sínar alvarlega. Þetta minnir hins vegar á þá staðreynd að sá sem stjórnar þeim kerfum sem varðveita gögnin þín hefur fullan aðgang að þeim gögnum. Skoðun 29. júlí 2025 07:31
Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28. júlí 2025 17:49
Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Er þetta eitthvað sem við munum sjá á heimsmeistaramótinu í fótbolta á næsta ári? Það er von að fólk velti því fyrir sér eftir að hafa horft upp á hvað kom fyrir lið sem ætlaði að keppa í Bandaríkjunum. Sport 28. júlí 2025 14:31
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Erlent 28. júlí 2025 13:10
Semja um vopnahlé Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Erlent 28. júlí 2025 10:33
Donald Trump sást svindla á golfvellinum Donald Trump Bandaríkjaforseti er staddur í Skotlandi í opinberri heimsókn en hún snerist reyndar að stórum hluta um golfvöllinn hans og kynningu á honum. Golf 28. júlí 2025 08:30
Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Erlent 28. júlí 2025 07:39
Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016. Lífið 27. júlí 2025 14:10
Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. Lífið 25. júlí 2025 15:35
Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. Erlent 25. júlí 2025 06:34
Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamann og samverkamann Jeffrey Epstein. Erlent 24. júlí 2025 16:32
Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Columbia háskólinn greiddi yfir tvö hundruð milljónir dollara, eða rúma 24 milljarða króna, í sáttagreiðslu til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn frysti styrk til skólans sem nota átti í rannsóknarstarfsemi. Erlent 24. júlí 2025 15:24
Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld. Fótbolti 23. júlí 2025 23:17