Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:05 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef. Ítarlega var fjallað um slíkar meðferðir og hættuna sem fylgir þeim, séu þær ekki framkvæmdar með réttum hætti, í Kompás á Stöð 2 haustið 2023. Í kjölfar umfjöllunar Kompáss hófst talsverð umræða um málið og ýmsir kölluðu eftir því að böndum yrði komið á þá sem framkvæmdu fegrunaraðgerðirnar. Meðal þeirra sem vildu breytingar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Willum skilaði drögum sem vöktu mikil viðbrögð Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, brást við og sagðist myndu setja reglugerð um notkun fylliefna með hraði. Tæplega mánuði síðar birtust drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgáttinni segir að í kjölfar samráðs hafi verið unnið úr umsögnum, sem hafi verið 33 talsins, og breytt drög birt til samráðs í maí í fyrra. Í kjölfar þess samráðs hafi verið unnið úr þeim sex umsögnum sem bárust og fundað með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið hafi reglugerðardrögunum verið breytt og þau drög birt til samráðs í samráðsgátt 13. desember 2024. Hættuminni meðferðir ekki undir Nú hefur reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum loks verið staðfest af Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Í tilkynningu þess efnis segir að reglugerðin taki aðeins til meðferðar með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem séu hættuminni, svo sem húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja falli því utan við reglugerðina. Landlæknir þarf að gefa grænt ljós Í reglugerðinni sé skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. „Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð.“ Aðeins sé heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hafi hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur. Þarf að upplýsa með tveggja daga fyrirvara Þá segir að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og samþykkið skuli skráð í sjúkraskrá. Hlutaðeigandi skuli upplýstur bæði munnlega og skriflega um meðferðina, eðli hennar, líklegan árangur, hugsanlega fylgikvilla, kostnað og fleira. Heilbrigðisstarfsmaður skuli tryggja að viðkomandi hafi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um fyrirhugaða meðferð og hún skuli ekki veitt fyrr en hið minnsta tveimur sólarhringum eftir að upplýsingamiðlun fór fram. Tekur gildi eftir tíu mánuði Loks segir í tilkynningu að þeir sem hyggist veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skuli tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Reglugerðin taki gildi 1. desember 2025. Frá og með gildistöku hennar sé óheimilt að veita þessar meðferðir nema fyrir liggi staðfesting landlæknis á að faglegar kröfur séu uppfylltar. Heilbrigðismál Kompás Lýtalækningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef. Ítarlega var fjallað um slíkar meðferðir og hættuna sem fylgir þeim, séu þær ekki framkvæmdar með réttum hætti, í Kompás á Stöð 2 haustið 2023. Í kjölfar umfjöllunar Kompáss hófst talsverð umræða um málið og ýmsir kölluðu eftir því að böndum yrði komið á þá sem framkvæmdu fegrunaraðgerðirnar. Meðal þeirra sem vildu breytingar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Willum skilaði drögum sem vöktu mikil viðbrögð Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, brást við og sagðist myndu setja reglugerð um notkun fylliefna með hraði. Tæplega mánuði síðar birtust drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgáttinni segir að í kjölfar samráðs hafi verið unnið úr umsögnum, sem hafi verið 33 talsins, og breytt drög birt til samráðs í maí í fyrra. Í kjölfar þess samráðs hafi verið unnið úr þeim sex umsögnum sem bárust og fundað með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið hafi reglugerðardrögunum verið breytt og þau drög birt til samráðs í samráðsgátt 13. desember 2024. Hættuminni meðferðir ekki undir Nú hefur reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum loks verið staðfest af Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Í tilkynningu þess efnis segir að reglugerðin taki aðeins til meðferðar með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem séu hættuminni, svo sem húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja falli því utan við reglugerðina. Landlæknir þarf að gefa grænt ljós Í reglugerðinni sé skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. „Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð.“ Aðeins sé heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hafi hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur. Þarf að upplýsa með tveggja daga fyrirvara Þá segir að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og samþykkið skuli skráð í sjúkraskrá. Hlutaðeigandi skuli upplýstur bæði munnlega og skriflega um meðferðina, eðli hennar, líklegan árangur, hugsanlega fylgikvilla, kostnað og fleira. Heilbrigðisstarfsmaður skuli tryggja að viðkomandi hafi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um fyrirhugaða meðferð og hún skuli ekki veitt fyrr en hið minnsta tveimur sólarhringum eftir að upplýsingamiðlun fór fram. Tekur gildi eftir tíu mánuði Loks segir í tilkynningu að þeir sem hyggist veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skuli tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Reglugerðin taki gildi 1. desember 2025. Frá og með gildistöku hennar sé óheimilt að veita þessar meðferðir nema fyrir liggi staðfesting landlæknis á að faglegar kröfur séu uppfylltar.
Heilbrigðismál Kompás Lýtalækningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira