Heilbrigðismál

Fréttamynd

„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru al­gjört hel­víti“

Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur.

Innlent
Fréttamynd

Saman getum við komið í veg fyrir slag

Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar.

Skoðun
Fréttamynd

Halla leiðir krabbameinsráð ráð­herra

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að segja til um við­brögð við nýjum far­aldri miðað við Covid-viðbrögð

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að sjá fyrir hvort hægt er að gera upp Covid-heimsfaraldur fyllilega og áhrif faraldursins á samfélagið allt. Hann segir viðbrögðin hafa tekið mið af útliti veirunnar þegar faraldurinn var í gangi og að þau hefðu ekki getað verið öðruvísi á þeim tíma. Aðgerðir hafi tekið mið af góðum gögnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þú þarft ekki að skilja, bara virða“

Dagur vitundarvakningar um POTS og Dysautonomia awareness month. Í dag er alþjóðlegur vitundardagur POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome), sem er eitt af fjölmörgum heilkennum sem fellur undir regnhlíf ósjálfráðra taugakerfisraskana sem kallast Dysautonomia.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki töl­fræði, heldu líf fólks

Ef þú vilt skilja samfélagið, þarftu ekki að lesa langar skýrslur eða fjárlög. Það dugar að staldra við þar sem fólk vinnur með fólki, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á spítölum og í heimahjúkrun. Þar birtist raunveruleikinn, í augnaráði barns sem bíður, í þreytu starfsfólks sem stendur á vakt í úreltri byggingu, eða í rödd kvenna sem þurfa enn að minna þjóðina á að jafnrétti sé ekki unnið verk.

Skoðun
Fréttamynd

Börn geta ekki beðið – krefjumst tafar­lausra að­gerða!

ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, Þroskahjálp, ÖBÍ réttindasamtök og Umhyggja félag langveikra barna lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af óviðunandi stöðu barna sem bíða greiningar. Þau vara við því að biðlistar eftir greiningu séu orðnir svo langir að heilsu og velferð barna sé beinlínis stefnt í hættu. Þessi staða er óásættanleg og brýnt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­greiða við­skipta­vinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald

TM mun endur­greiða við­skipta­vinum sínum einn mánuð í ið­gjald sjúk­dóma­trygginga fari þeir í brjósta­skimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í sam­starfi við Krabba­meins­félagið í þeim til­gangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 pró­sent kvenna á Ís­landi mætti í brjósta­skimun í fyrra.

Neytendur
Fréttamynd

Vísindin geta læknað krabba­mein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur

Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki sé gagn­legt að etja Krabba­meins­félaginu og Ljósinu saman

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Krabbameinsfélagið ekki hafa neina leið til að hafa samband við fólk sem veikist af krabbameini beint. Hún segir félagið ekki rekið á fjárframlögum frá ríkinu og því hafi það alltaf verið markmið að eiga góða sjóði til að geta tryggt meðferð og þjónustu hafi eitthvað áhrif á fjáröflun.

Innlent
Fréttamynd

Framlína heil­brigðis­þjónustunnar kallar eftir liðs­auka

Sjúkraliðafélag Íslands hefur hrundið af stað átaki sem miðar að því að efla ímynd sjúkraliðastarfsins, kynna tækifæri innan stéttarinnar og hvetja til nýliðunar. Með verkefninu vilja sjúkraliðar sýna almenningi fagmennskuna, ábyrgðina og styrkinn sem fylgir því að vera hluti af mikilvægustu stoð heilbrigðiskerfisins.

Samstarf
Fréttamynd

Veru­lega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir hand­leiðslu og sál­gæslu fyrir viðbragðsaðila

Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta.

Innlent
Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Hvers virði er líf barns?

Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum

Skoðun
Fréttamynd

Bætum lífs­gæði þeirra sem lifa með krabba­meini

Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von.

Skoðun
Fréttamynd

Of­fita á kross­götum

Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn matur í ís­skápum dæmi um van­rækslu

Erfitt getur reynst að stöðva ofbeldi gegn öldruðum þar sem úrræði skortir. Þetta segir deildarstjóri heimaþjónustu sem kallar eftir þeim. Þá fer vanræksla og fjárhagslegt ofbeldi aldraðra vaxandi og dæmi um að tugir milljóna króna hafi verið hafðir af eldra fólki.

Innlent