Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Mennta­mála­ráð­herra greindur með þágu­falls­sýki

Málfarsvillur menntamálaráðherra hafa vakið hneykslan nokkurra Bylgjuhlustenda í dag. Í viðtali segir hann meðal annars „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart enda sé þetta útbreitt málfar en væntanlega geri almenningur ríkari kröfur til menntamálaráðherra. Ráðherrann kveðst sjálfur hafa litlar áhyggjur af málfari sínu, hann sé of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Breskur auð­kýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir

Árni Árnason, mannauðsstjóri Elju, hefur slegið í gegn með ádeilusketsum sínum sem fjalla um Uglu Tré, sem vinnur í íslenska kerfinu. Nú er Ugla farin að vinna við að hreinsa upp árnar af eldislaxi fyrir breska auðkýfinga því norsku kafararnir eru svo dýrir.

Lífið
Fréttamynd

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Innherji
Fréttamynd

Verk­efni stjórn­valda að takast á við undan­tekningar í skóla­kerfinu

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á.

Innlent
Fréttamynd

Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd

Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún, það er bannað að plata

Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni.

Skoðun
Fréttamynd

Um­bylting ríkis­fjár­mála á átta mánuðum

Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel.

Skoðun
Fréttamynd

„Réttu spilin og réttu vopnin“

Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. 

Innlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið

Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

„Það hefði auð­vitað verið betra“

Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“

Innlent
Fréttamynd

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyði­lagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.

Innlent
Fréttamynd

Bíða þess enn að ráð­herra svari neyðarkalli um mönnun

Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að ráð­herra dragi um­mæli sín til baka

Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september.

Innlent
Fréttamynd

Niðurgreiðsla sál­fræði­þjónustu verði tryggð

Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári.

Innlent