Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. Innherji 26.8.2025 16:36
„Við erum ekki að elta vísindaskáldskap“ Axelyf hefur lokið við fjármögnun upp á samtals tæplega 600 milljónir króna leidda af Brunni vaxtarsjóði II en líftæknifyrirtækið ætlar að hasla sér völl í næstu byltingu í svonefndri RNA-tækni, meðal annars þegar kemur að sjálfsofnæmissjúkdómum, en lausnirnar þar geta veitt nýja möguleika við að meðhöndla sjúkdóma sem hefðbundin lyf ná illa til. Forstjóri og einn stofnenda Axelyf, sem á rætur sínar að rekja til Íslands, segir að félagið sé „ekki að elta vísindaskáldskap“ heldur að byggja upp vettvang sem geti haft raunveruleg áhrif á líf fólks með flókin veikindi. Innherji 19.8.2025 13:05
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. Atvinnulíf 18.8.2025 07:01
Gera langtímasamning um kaup á þotueldsneyti af íslensku nýsköpunarfyrirtæki Innherjamolar 3.8.2025 13:10
Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Það verða eflaust margir ánægðir að heyra af appi og vefsíðu sem styttist í að opni og mun bjóða upp á deiliþjónustu bílferða; HuddleHop. Atvinnulíf 29. maí 2025 07:01
Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Við skulum byrja á því að sjá fyrir okkur eftirfarandi staðreynd: Atvinnulíf 28. maí 2025 07:00
Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þekkingarverðlaun FVH – Félagi viðskipta- og hagfræðinga – voru afhent í 25. skipti. Arion banki var valinn Þekkingarfyrirtæki ársins og Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH. Viðskipti 19. maí 2025 09:42
„Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara. Atvinnulíf 19. maí 2025 07:00
Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Lokadagur Nýsköpunarviku, eða Iceland Innovation Week, fer fram í Kolaportinu í Reykjavík í dag. Viðskipti innlent 15. maí 2025 09:01
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. Atvinnulíf 15. maí 2025 07:04
Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. Atvinnulíf 14. maí 2025 07:02
Nýsköpunarfyrirtækið Álvit tryggir sér fimmtíu milljóna sprotafjármögnun Nýsköpunarfyrirtækið Álvit hefur tryggt sér um fimmtíu milljóna króna sprotafjármögnun frá Nýsköpunarsjóðnum Kríu (áður Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) og hópi englafjárfesta, meðal annars frá Guðmundi Fertram, stofnanda Kerecis. Nýta á fjármagnið einkum til að markaðssetja fyrstu vöru félagsins. Innherji 14. maí 2025 06:03
Hverjum þjónar nýsköpunin? Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Skoðun 13. maí 2025 08:31
Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu. Viðskipti innlent 8. maí 2025 11:33
Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. Atvinnulíf 8. maí 2025 07:00
„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. Atvinnulíf 7. maí 2025 07:00
Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. Erlent 1. maí 2025 09:45
Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Hjólaframleiðandinn Lauf Cycles hefur lokið tæplega 500 milljón króna fjármögnunarlotu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða mikilvægt skref fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að nýta eigi fjármagnið til að efla frekari vöruþróun, styðja við sókn á alþjóðamarkaði og auka framleiðslugetu. Viðskipti innlent 29. apríl 2025 10:15
Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. Atvinnulíf 24. apríl 2025 08:02
Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Fimm norræn fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Norðurlandanna sem afhent verða í fyrsta skipti á á ráðstefnu dönsku hugverkastofunnar í Kaupmannahöfn klukkan 12 í dag. Hugverkastofan hefur tilnefnt Carbfix til verðlaunanna fyrir Íslands hönd. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 11:31
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Skoðun 10. apríl 2025 11:01
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. Atvinnulíf 10. apríl 2025 07:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. Atvinnulíf 9. apríl 2025 07:01
Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman. Lífið 7. apríl 2025 10:14
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. Atvinnulíf 7. apríl 2025 07:02