Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar 9. desember 2025 11:15 Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nýsköpun Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun