Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“

„Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ueno snýr aftur og Haraldur fram­kvæmda­stjóri

Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skortur á er­lendum sér­fræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar

„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Innherji
Fréttamynd

„Við erum ekki að elta vísinda­skáld­skap“

Axelyf hefur lokið við fjármögnun upp á samtals tæplega 600 milljónir króna leidda af Brunni vaxtarsjóði II en líftæknifyrirtækið ætlar að hasla sér völl í næstu byltingu í svonefndri RNA-tækni, meðal annars þegar kemur að sjálfsofnæmissjúkdómum, en lausnirnar þar geta veitt nýja möguleika við að meðhöndla sjúkdóma sem hefðbundin lyf ná illa til. Forstjóri og einn stofnenda Axelyf, sem á rætur sínar að rekja til Íslands, segir að félagið sé „ekki að elta vísindaskáldskap“ heldur að byggja upp vettvang sem geti haft raunveruleg áhrif á líf fólks með flókin veikindi.

Innherji
Fréttamynd

Í hringiðu skapandi eyði­leggingar

Við erum í hringiðu skapandi eyðileggingar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum sokkið með eða við getum ákveðið að synda. Það getur verið að við elskum ekki bílinn en við getum ekki endalaust faðmað hestvagninn. Við megum ekki týna okkur í líðandi stund og gleyma að horfa til lengri tíma. Það er ekki víst að ný loðnutorfa eða ferðaþjónustan bjargi okkur í þetta skiptið.

Umræðan
Fréttamynd

Út­hlutun Matvælasjóðs

Ég sem fædd og alin upp á Íslandi hef skilning á því að fiskurinn í sjónum kringum Íslandsstrendur var og er okkar auðlind. Ég sem bóndadóttir úr afskekktum en guðdómlega fallegum dal í Skagafirði skil sjálfbærni, nýtni og hversu mikilvægur búskapur hefur verið og er íslensku þjóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Keyptu Björg­ólf strax út úr Heimum

Kaup Heima á Grósku ehf. af þeim Andra Sveinssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og Birgi Má Ragnarssyni eru nú frágengin. Kaupverðið var greitt með hlutum í Heimum og þeir urðu stærstu hluthafar félagsins. Samhliða uppgjörinu keyptu þeir Andri og Birgir Már Björgólf Thor út úr Heimum, en þeir hafa verið kallaðir hægri og vinstri hönd hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitt­hvað“

„Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær.

Atvinnulíf