
Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila standa nánast í stað milli mælinga
Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Væntingar heimila til eins árs versnuðu hins vegar lítillega á þriðja fjórðungi.