RAX Augnablik

RAX Augnablik

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það var aldrei upp­gjöf í hans huga, alltaf já­kvæðni“

Þegar RAX hóf störf á Morgunblaðinu 16 ára gamall var Árni Johnsen, þá blaðamaður, einn sá fyrsti sem bauð hann velkominn og tókst með þeim mikil vinátta. Þeir urðu fljótlega að teymi blaðamanns og ljósmyndara og fóru í alls kyns svaðilfarir til að afla frétta. Skipsströnd, eldgos, og hvalrekar voru meðal þess sem félagarnir gerðu saman fréttir um.

Lífið
Fréttamynd

Flogið yfir Goðabungu eftir stóra skjálftann

Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir í Mýrdalsjökli snemma í morgun. Skjálftinn átti upptök sín um 6,4 kílómetra norðaustur af Goðabungu og er sá stærsti sem mælst hefur í jöklinum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land með auga fuglsins

Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins.

Lífið
Fréttamynd

Ó­þrjótandi og ríku­leg undra­ver­öld Ís­lands

Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins.

Lífið
Fréttamynd

„Ísbirnirnir voru rétt hjá okkur“

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segist sjaldan eða aldrei hafa komist í jafn mikið návígi við ísbirni eins og þegar hann heimsótti Barrow í Alaska árið 2023, en Barrow er nyrsta byggð Norður Ameríku.

Lífið
Fréttamynd

Minningar um líf sem er að hverfa

Á Ströndum var blómlegur búskapur en nú er fátt fólk sem býr þar allt árið um kring. Bændur á svæðinu höfðu tekjur af æðadúni og rekaviði sem barst að miklu leyti frá Síberíu en í dag berst aðeins brot af því sem gerði áður.

Lífið
Fréttamynd

„Hann var langt á undan sinni sam­tíð“

Eiríkur í Svínadal hugsaði mikið um framtíðina. Hann vann í því að koma rafmagni á bæi víða um sveitir og boraði fyrir heitu vatni. Þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti hann árið 1996 var honum umhugað um að stjórnvöld færu að undirbúa komu rafbíla.

Lífið
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Glóandi jarð­eldur í næturrökkri

Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur verið mikið sjónarspil þó nokkuð hafi dregið úr krafti þess síðan það hófst á mánudagskvöld. Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og náði mögnuðum myndum af nýrri jörð myndast.

Innlent
Fréttamynd

Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims.

Lífið