Flogið yfir Goðabungu eftir stóra skjálftann Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir í Mýrdalsjökli snemma í morgun. Skjálftinn átti upptök sín um 6,4 kílómetra norðaustur af Goðabungu og er sá stærsti sem mælst hefur í jöklinum á þessu ári. Innlent 30.9.2024 20:38
Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. Lífið 22.9.2024 08:01
Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. Lífið 15.9.2024 08:02
„Æskuheimilið hans er bara rústir“ Árið 2022 fór ljósmyndarinn Ragnar Axelsson til þorpsins Kap Hope á austurströnd Grænlands ásamt góðvini sínum Hjelmer Hammeken. Lífið 18. apríl 2024 20:01
„Maður er eins og saltfiskur í marga daga“ Fylgifiskur þess að ná góðum ljósmyndum af brimi er sá að viðkomandi ljósmyndari verður brimsaltur við iðjuna. Lífið 11. apríl 2024 19:00
„Veturinn er bara biðtími eftir sumrinu, því þarna var lífið“ Drangar á Ströndum er einn afskekktasti bær landsins. Það eru aðeins tvær leiðir til að komast á bæinn, siglandi á báti eða gangandi yfir fjöllin sem umlykja bæinn. Lífið 4. apríl 2024 20:01
„Þetta var svolítið biblíuleg mynd“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndaði Guðmund Eyjólf á trébáti sem hét Rúna þar sem Guðmundur sigldi um Ísafjarðardjúp og veiddi fisk. Lífið 28. mars 2024 19:00
„Þegar þau fóru að keyra vildi Kobbi keyra bílinn“ Selurinn Kobbi eyddi nokkrum mánuðum með Gísla Daníel Reynissyni og fjölskyldu hans árið 1996 eftir að Kobbi hafði orðið viðskila við móður sína og Gísli ákvað að bjarga honum. Lífið 20. mars 2024 20:01
„Já, hvernig líst þér á? Það er kviknað í húsinu“ Anna Marta bjó ein á bóndabæ á Hesteyri í Mjóafirði á Austfjörðum. Hún hafði búið þar ásamt móður sinni sem var látin þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari og Jón Kalman rithöfundur hittu hana árið 1995. Lífið 13. mars 2024 20:00
Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. Innlent 14. janúar 2024 21:23
Myndasyrpa: Glóandi jarðeldur í næturrökkri Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur verið mikið sjónarspil þó nokkuð hafi dregið úr krafti þess síðan það hófst á mánudagskvöld. Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og náði mögnuðum myndum af nýrri jörð myndast. Innlent 20. desember 2023 13:52
Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims. Lífið 29. september 2023 23:42
Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Innlent 21. september 2023 13:52
Kvikan ólgar og iðar í sumarnæturrökkrinu Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega. Innlent 12. júlí 2023 09:39
RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. Menning 7. júlí 2023 12:45
Svona er umhorfs við Fagradalsfjall í skjálftahrinunni Jarðfræðingar búast við áframhaldandi skjálftahrinu á Reykjanesi næstu daga. Upptök skjálftahrinunnar eru á milli Fagradalsfjalls og Keilis en landris hefur orðið á stóru svæði á nesinu. Innlent 6. júlí 2023 16:22
Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Innlent 6. júlí 2023 10:42
Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. Innlent 6. júlí 2023 00:06
Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Innlent 28. júní 2023 14:00
„Þetta skip fer aldrei út aftur“ Í mars árið 1983 strandaði skipið Hafrún við Stigahlíð á Vestfjörðum. RAX fékk að fara með Landhelgisgæslunni að bjarga skipverjunum en hann fékk að sitja í franskri Puma þyrlu sem verið var að kynna fyrir gæslumönnum. Það var farið að dimma þegar leiðangurinn kom að Stigahlíð í hríðarbyl og vondu skyggni. Loks komu björgunarmenn auga á blys. Lífið 11. júní 2023 08:01
Síðustu ábúendur í Lokinhamradal Lokinhamradalur er fallegur en afskekktur dalur á Vestfjörðum. Í dalnum bjuggu tveir einbúar, Sigurjón á bænum Lokinhömrum, og Sigríður á Hrafnabjörgum. Aðeins voru 300 - 400 metrar og einn lækur á milli bæjanna. Lífið 4. júní 2023 07:02
Skelkuð hross í sjálfheldu Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum. Lífið 28. maí 2023 07:01
„Nautið kom alltaf á fleygiferð“ Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma. Lífið 21. maí 2023 07:01
Brotlentu á Eiríksjökli Tveir Bretar ætluðu að fljúga yfir Eiríksjökul á leið sinni til Grímseyjar árið 1984 en flugu á jökulinn og brotlentu á honum í kjölfarið. Hannes Hafstein, sem stýrði Slysavarnarfélaginu á þessum tíma, bað RAX að reyna að ná myndum af slysstað. RAX flaug af stað en þegar hann kom að flakinu leist honum ekki á blikuna. Lífið 14. maí 2023 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent