„Algjört siðleysi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. janúar 2026 09:33 Bílastæðamál hafa verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin ár. vísir/anton Formaður Neytendasamtakanna segir að atvinnuvegaráðherra eigi að fara varlega í að breyta lögum í því skyni að koma skikki á svokallaðan „gjaldskyldufrumskóg“. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir aðferðir sumra fyrirtækja siðlausar. Atvinnuvegaráðherra kynnti í morgun aðgerðir til að efla réttindi og hag neytenda í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum og koma skikki á markaðinn þar sem hún segir óreglu hafa ríkt of lengi. Kominn tími til að stappa niður fæti Fjölmargir virðast vera sammála því en til dæmis var vangreiðslugjald orð ársins á síðasta ári og þá tók gjaldskylda mikið pláss í skaupinu. Meðal aðgerða ráðherra er vefsíða sem skýrir bílastæðaumhverfið, leiðbeiningar til fyrirtækja sem sinna gjaldheimtu sem Neytendastofa gefur út á morgun og frumvarp til breytinga á markaðssetningarlögum. „Sérstaklega varðandi óhæfilega samningsskilmála. Það er að segja þegar að samningur á milli einhvers aðila sem er að selja þjónustu og neytenda hallar verulega á neytendann. Til dæmis þegar það kemur að bílastæðum,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar aðgerðum. „Það er náttúrulega kominn tími til þess að stjórnvöld stappi niður fæti og taki duglega til í þessum málaflokki sem er ekki bara búinn að vera í ólestri heldur hafa einnig verið höf að athlægi,“ segir Breki. „Algjört siðleysi“ Gjalda eigi varhug við lagabreytingu að hans mati. s„Við verðum að passa okkur á því að festa ekki þessi vangreiðslugjöld í sessi. Við erum núna með ágæt innheimtulög þar sem er skilgreint mjög vel hvað tekur við ef fólk greiðir ekki. Það er hvergi í þeim lögum sagt að um leið og fólk leggur af stað út af stæðinu sé skellt á einhvers konar vangreiðslugjaldi. Ég held að við séum með þessu að búa til tvöfalt kerfi en líka hættulegt fordæmi fyrir fjármálastofnanir. Hvað ef að þú þarft allt í einu að borga auka vangreiðslugjald ef þú ert of seinn að borga kreditkortareikninginn eða of seinn að borga leiguna. Við erum nú þegar með innheimtulög sem taka á þessu.“ Að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hefði þurft að grípa til aðgerða mun fyrr. „Ég hefði viljað hafa sérreglur um þetta eins og kom fram hjá forstjóra Neytendastofu. Ég hefði viljað sjá það gerast fyrir löngu síðan. Við höfum fyrirmyndir frá Noregi og Danmörku. Við þurfum bara virkilega að girða okkur í brók. Þetta er eins og snjóbolti að renna niður hlíð og þetta er bara algjör græðgisvæðing.“ Ráðherra sagði í morgun rammaleysi stjórnvalda útskýra svokallaðan gjaldskyldufrumskóg. „Það þarf sterkari ramma en þetta er líka algjört siðleysi af hálfu þeirra fyrirtækja og innheimtuaðferðunum sem þeir hafa beitt.“ Bílastæði Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra kynnti í morgun aðgerðir til að efla réttindi og hag neytenda í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum og koma skikki á markaðinn þar sem hún segir óreglu hafa ríkt of lengi. Kominn tími til að stappa niður fæti Fjölmargir virðast vera sammála því en til dæmis var vangreiðslugjald orð ársins á síðasta ári og þá tók gjaldskylda mikið pláss í skaupinu. Meðal aðgerða ráðherra er vefsíða sem skýrir bílastæðaumhverfið, leiðbeiningar til fyrirtækja sem sinna gjaldheimtu sem Neytendastofa gefur út á morgun og frumvarp til breytinga á markaðssetningarlögum. „Sérstaklega varðandi óhæfilega samningsskilmála. Það er að segja þegar að samningur á milli einhvers aðila sem er að selja þjónustu og neytenda hallar verulega á neytendann. Til dæmis þegar það kemur að bílastæðum,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar aðgerðum. „Það er náttúrulega kominn tími til þess að stjórnvöld stappi niður fæti og taki duglega til í þessum málaflokki sem er ekki bara búinn að vera í ólestri heldur hafa einnig verið höf að athlægi,“ segir Breki. „Algjört siðleysi“ Gjalda eigi varhug við lagabreytingu að hans mati. s„Við verðum að passa okkur á því að festa ekki þessi vangreiðslugjöld í sessi. Við erum núna með ágæt innheimtulög þar sem er skilgreint mjög vel hvað tekur við ef fólk greiðir ekki. Það er hvergi í þeim lögum sagt að um leið og fólk leggur af stað út af stæðinu sé skellt á einhvers konar vangreiðslugjaldi. Ég held að við séum með þessu að búa til tvöfalt kerfi en líka hættulegt fordæmi fyrir fjármálastofnanir. Hvað ef að þú þarft allt í einu að borga auka vangreiðslugjald ef þú ert of seinn að borga kreditkortareikninginn eða of seinn að borga leiguna. Við erum nú þegar með innheimtulög sem taka á þessu.“ Að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hefði þurft að grípa til aðgerða mun fyrr. „Ég hefði viljað hafa sérreglur um þetta eins og kom fram hjá forstjóra Neytendastofu. Ég hefði viljað sjá það gerast fyrir löngu síðan. Við höfum fyrirmyndir frá Noregi og Danmörku. Við þurfum bara virkilega að girða okkur í brók. Þetta er eins og snjóbolti að renna niður hlíð og þetta er bara algjör græðgisvæðing.“ Ráðherra sagði í morgun rammaleysi stjórnvalda útskýra svokallaðan gjaldskyldufrumskóg. „Það þarf sterkari ramma en þetta er líka algjört siðleysi af hálfu þeirra fyrirtækja og innheimtuaðferðunum sem þeir hafa beitt.“
Bílastæði Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira