Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Falsaði bréf frá skóla­stjóra á kostnað Kennara­sam­bandsins

Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir vinnuferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks, segir sölu góða á hvers kyns hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum í sumar. Margir velti því þó fyrir sér hvernig eigi að tengja við rafmagns því oft sé mikið að gera á tjaldsvæðunum og slegist um innstungur.

Neytendur
Fréttamynd

Verðlagssæti Ís­lands enn eitt árið komi ekki á ó­vart

Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða.

Neytendur
Fréttamynd

Konur geta tryggt sig á með­göngu í fyrsta sinn

Sjóvá kynnir í dag, á kvenréttindadeginum, nýja tegund tryggingarverndar sem sérstaklega er hönnuð fyrir barnshafandi konur. Meðgöngutrygging er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en er að norrænni fyrirmynd. Tryggingin kostar 30 þúsund krónur. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni og hálfri milljón.

Neytendur
Fréttamynd

Til­kynningum frá verslunareigendum um al­var­leg at­vik hafi fjölgað

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, segir markmið nýs átaks SVÞ, VR og LÍV gegn ofbeldi í garð verslunarfólks að ná utan um vandann og tryggja að allar verslanir séu með gott verklag og leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Atvikum hafi farið fjölgandi og sum þeirra geti flokkast sem einelti eða kynferðisleg áreitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum.

Neytendur
Fréttamynd

Rækja fannst í skinkusalati

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af skinkusalati frá Salathúsinu eftir að rækja fannst í einu boxi. Neytendum með rækjuofnæmi er bent á að farga boxinu eða skila.

Neytendur
Fréttamynd

Ný skýrsla: Raf­orku­verð heimila hafi hækkað um ellefu prósent

Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

„Það er svo mikið rugl í gangi“

Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 

Neytendur
Fréttamynd

Fleiri bílastæða­fyrir­tæki til skoðunar hjá Neyt­enda­stofu

Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Neytendur
Fréttamynd

Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent
Fréttamynd

Gera fjöl­margar breytingar á kíló­metra­gjaldinu

Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað.

Neytendur
Fréttamynd

Shein ginni neyt­endur til skyndikaupa

Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum.

Viðskipti innlent