Neytendur

Vara við súkkulaðirúsínum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Umræddar súkkulaðirúsinur.
Umræddar súkkulaðirúsinur. Matvælastofnun

Matvælastofnun innkallar Forest feast súkkilaðirúsínur sem fást í verslun Costco vegna mögulegs krossmits af jarðhnetum og tréhnetum.

Í tilkynningu frá MAST segir að fyrirtækið hafi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness ákveðið að innkallað vöruna. 

Varan heitir Belgian Milk Chocolate Jumbo Raisins og er framleidd af Kestrel Foods í Bretlandi. Innflytjandi hérlendis er Costco.

Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar, farga eða skila til verslunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×