Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2025 21:30 Mistök, hér er að sjálfsögðu verið að bera saman verð milli desember 2024 og 2025 en ekki 2026 eins og kemur fram á myndinni. Vísir/Hjalti Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. Verðlagseftirlit ASÍ mældi verðlag í helstu matvörukeðjum nú í desember. Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá ASÍ segir að fólk geti sparað háar fjárhæðir með því að gera verðsamanburð fyrir jólainnkaupin. Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá ASÍVísir „Í verðkönnun sem við gerum berum við saman vörur sem eru til hjá fleirum en þremur aðilum. Í flestum tilvikum þar er Prís ódýrasta verslunin,“ segir Ásgeir. Verð í Bónus og Krónunni var um tveimur til þremur prósentum hærra. „Það borgar sig að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup. Við erum með mjög metnaðarfulla greiningarsíðu á verdlagseftirlit.is,“ segir Ásgeir. Almennar vöruhækkanir verslana á árinu Almennt hafa vörur í verslunum hækkað talsvert milli ára. Þannig hefur verð í Iceland hækkað um rúmlega tólf prósent, Extra um tíu prósent en flestar aðrar verslanir um og yfir sex prósent. Bónus hækkaði um 3,9 prósent og Krónan um 3,6 prósent. Krambúðin hækkar minnst milli ára eða um rúm tvö prósent. Egg hækka um ríflega tólf prósent milli ára og kjöt hækkar frá sex prósentum upp í tíu prósent. Hækkun einstaka vöruflokka á árinu samkvæmt ASÍ.Vísir/Hjalti Súkkulaði hækkar Nokkuð miklar hækkanir eru á einstaka vörumerkjum milli ára, þannig hækka vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna og Ölgerðinni um sex prósent, Stjörnugrís um tæplega átta prósent og vörur frá Te og kaffi um ríflega ellefu prósent. Vörur frá Góu og og Lindu og Nói Síríus hafa hækkað um, um og yfir átján prósent en mesta hækkun á vörumerki er Lindor súkkulaði sem hækkaði um ríflega fjörutíu prósent milli ára. Í desember í fyrra var það jólakonfektið sem hafði hækkað einna mest milli ára. Dæmi um hækkanir milli ára samkvæmt ASÍ.Vísir/Hjalti Ágúst telur hækkanir á súkkulaði umfram hækkanir á hráefni. „Súkkulaðið hefur hækkað meira en hráefnið þegar við horfum á heimsmarkaðinn. Gallinn við samanburðinn er að það eru fáir aðilar á Íslandi sem framleiða súkkulaði,“ segir hann. Mesta hækkun á einum vörulið milli ára er þó Malt og appelsín sem hækkaði um 75 prósent milli ára í Extra. Umfram síðustu kjarasamninga Ágúst segir hækkanirnar meiri en samið var um í Stöðugleikasamningnum 2024. Þar var samið um að laun hækkuðu um 3,25 prósent fyrsta árið en 3,5 prósent á ári eftir það til ársins 2028. „Almennt hefur verð hækkað kringum fimm prósent frá því í desember í fyrra. Kjötvörur hækka mest frá sex prósentum og upp í ríflega átta prósent. Grænmeti og grænkera vörur hafa þó hækkað minna. Hækkanirnar og verðbólgan núna er umfram það sem væntingar stóðu til í síðustu kjarasamningum og það er eitthvað sem við þurfum að horfa til í framhaldinu,“ segir Ágúst. Matur Verslun ASÍ Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. 17. desember 2025 15:38 Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. 16. desember 2025 11:44 Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5. desember 2025 15:23 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ mældi verðlag í helstu matvörukeðjum nú í desember. Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá ASÍ segir að fólk geti sparað háar fjárhæðir með því að gera verðsamanburð fyrir jólainnkaupin. Ágúst Arnórsson hagfræðingur hjá ASÍVísir „Í verðkönnun sem við gerum berum við saman vörur sem eru til hjá fleirum en þremur aðilum. Í flestum tilvikum þar er Prís ódýrasta verslunin,“ segir Ásgeir. Verð í Bónus og Krónunni var um tveimur til þremur prósentum hærra. „Það borgar sig að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup. Við erum með mjög metnaðarfulla greiningarsíðu á verdlagseftirlit.is,“ segir Ásgeir. Almennar vöruhækkanir verslana á árinu Almennt hafa vörur í verslunum hækkað talsvert milli ára. Þannig hefur verð í Iceland hækkað um rúmlega tólf prósent, Extra um tíu prósent en flestar aðrar verslanir um og yfir sex prósent. Bónus hækkaði um 3,9 prósent og Krónan um 3,6 prósent. Krambúðin hækkar minnst milli ára eða um rúm tvö prósent. Egg hækka um ríflega tólf prósent milli ára og kjöt hækkar frá sex prósentum upp í tíu prósent. Hækkun einstaka vöruflokka á árinu samkvæmt ASÍ.Vísir/Hjalti Súkkulaði hækkar Nokkuð miklar hækkanir eru á einstaka vörumerkjum milli ára, þannig hækka vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna og Ölgerðinni um sex prósent, Stjörnugrís um tæplega átta prósent og vörur frá Te og kaffi um ríflega ellefu prósent. Vörur frá Góu og og Lindu og Nói Síríus hafa hækkað um, um og yfir átján prósent en mesta hækkun á vörumerki er Lindor súkkulaði sem hækkaði um ríflega fjörutíu prósent milli ára. Í desember í fyrra var það jólakonfektið sem hafði hækkað einna mest milli ára. Dæmi um hækkanir milli ára samkvæmt ASÍ.Vísir/Hjalti Ágúst telur hækkanir á súkkulaði umfram hækkanir á hráefni. „Súkkulaðið hefur hækkað meira en hráefnið þegar við horfum á heimsmarkaðinn. Gallinn við samanburðinn er að það eru fáir aðilar á Íslandi sem framleiða súkkulaði,“ segir hann. Mesta hækkun á einum vörulið milli ára er þó Malt og appelsín sem hækkaði um 75 prósent milli ára í Extra. Umfram síðustu kjarasamninga Ágúst segir hækkanirnar meiri en samið var um í Stöðugleikasamningnum 2024. Þar var samið um að laun hækkuðu um 3,25 prósent fyrsta árið en 3,5 prósent á ári eftir það til ársins 2028. „Almennt hefur verð hækkað kringum fimm prósent frá því í desember í fyrra. Kjötvörur hækka mest frá sex prósentum og upp í ríflega átta prósent. Grænmeti og grænkera vörur hafa þó hækkað minna. Hækkanirnar og verðbólgan núna er umfram það sem væntingar stóðu til í síðustu kjarasamningum og það er eitthvað sem við þurfum að horfa til í framhaldinu,“ segir Ágúst.
Matur Verslun ASÍ Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. 17. desember 2025 15:38 Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. 16. desember 2025 11:44 Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5. desember 2025 15:23 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Sjá meira
Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. 17. desember 2025 15:38
Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. 16. desember 2025 11:44
Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5. desember 2025 15:23
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent