Ísland í dag - Steinunn setur heimsfræg verk sín í sumarbústaðinn
Sumarbústaður myndhöggvarans Steinunnar Þórarinsdóttur er eins og lista gallerý því þar er hún með nokkur af heimsþekktum verkum sínum. Steinunn er ein af þekktustu listamönnum landsins í útlöndum. Verk hennar eru sammannleg og snerta okkur hvar sem við búum í heiminum. Hún hefur fengið fjölda viðurkenninga og verðlauna bæði erlendis og hér heima og nú er komin út glæsileg bók með yfirliti yfir verk hennar undanfarna áratugi og sýning á nýjum verkum eftir hana. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Steinunni á ævintýralegri vinnustofu hennar og skoðaði bæði ný og gömul verk ásamt verkunum frægu sem eru í sumarbústaðnum hennar. Ekki missa af Íslandi í dag kl.18.55 strax á eftir fréttum og sporti.