Sagði fundinn nánast fullkominn

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Suður-Kóreu í gær, og freistuðu þess að ná samkomulagi í tolladeilu ríkjanna tveggja. Að fundinum loknum tilkynnti Trump að tollar á kínverskar vörur yrðu lækkaðir um tíu prósentustig, gegn því að Kónverjar myndu fresta gildistöku takmarkana á sölu og flutningi sjaldgæfra málma frá landinu, auk annarra skuldbindinga.

10
01:21

Vinsælt í flokknum Fréttir