Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Jóhann Berg klúðraði dauða­færi til að jafna gegn Liverpool

Jóhann Berg Guðmundsson klúðraði dauðafæri og mistókst að jafna fyrir Burnley gegn Liverpool í stöðunni 0-1. Diogo Jota skoraði svo í sínum fyrsta leik í rúman mánuð og lokatölur urðu að endingu 0-2. Liverpool kom boltanum þrívegis í netið en eitt markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti svarti dómarinn í fimm­tán ár

Sam Allison varð í dag fyrsti svarti maðurinn til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008, eða allt frá því að Uriah Rennie hætti störfum. Sam var á flautunni í 3-2 sigri Luton gegn Sheffield United. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum

Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Gerrard biður um fleiri leik­menn

Steven Gerrard, þjálfari Al-Ettifaq, sagði í viðtali í gær að félagið hans þurfi að sýna metnað í janúaglugganum og í sumar ætli liðið sér stóra hluti.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki allir á­nægðir eftir kaup Ratcliffe

Stuðningsmannahópur Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu þar sem varpað var ljósi á áhyggjur og efasemdir eftir minnihlutakaup og rekstraryfirtöku Jim Ratcliffe. Viðskiptin höfðu lengi legið fyrir en voru staðfest klukkan 16:00 í gær, aðfangadag. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Engin stór­á­tök í Álfuslagnum

Stórleikur dagsins fór fram í Tyrklandi þar sem Fenerbahce tók á móti Galatasaray, leikurinn endaði 0-0. Margt hefur gengið á í tyrkneska boltanum síðustu misseri og stóraukið lögreglueftirlit var á svæðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Tapað oftar hingað til en allt síðasta tíma­bil

Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils. Liðið tapaði þrettánda leik sínum á tímabilinu gegn West Ham í gærkvöldi og nú þegar tímabilið er rétt tæplega hálfnað hefur liðið tapað jafn oft og það gerði í 62 leikjum allt tímabilið 2022–23. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Freyr um upp­gang Lyng­by: Svo­lítið eins og í lyga­sögu

Freyr Alexandersson, þjálfari Íslendingaliðs Lyngby sem spilar í efstu deild dönsku knattspyrnunnar, ræddi við Vísi nýverið en þó spilað sé sitthvoru megin við jólin fá liðin þar í landi ágætis frí yfir hátíðirnar. Lyngby er í allt annarri stöðu í dag en fyrir ári síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

„Takk Anfield“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sínir menn hefðu getað gert betur er liðið tók á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti